„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 13:10 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir ganga hratt á sjóði Grindavíkurbæjar og kallar eftir viðbótarstuðningi. Vísir/Arnar Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira