Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun