Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 09:12 Finnskir strandgæsluliðar standa vörð. Stanslausar truflanir hafa verið á sambandi við staðsetningargervitungl á FInnlandsflóa og Eystrasalti frá því í vor. Finnska strandgæslan við Finnlandsflóa Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira