Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 06:33 Eygló Fanndal Sturludóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir með verðlaun sín á Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum. @gudnybjorkstefans Í gær var risastór dagur í sögu íslenskra lyftinga þegar tveir íslenskir keppendur stóðu í fyrsta skipti saman á verðlaunapalli á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira