Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar 1. nóvember 2024 08:01 Síðustu daga hef ég verið mjög hugsi og í raun mjög uggandi yfir þeirri stöðu sem er uppi í kjaraviðræðum á milli KÍ og SÍS og ríkisins. Eftir að horfa á Kastljós á þriðjudagskvöldið þar sem Inga Rún formaður samninganefndar sveitarfélaganna og Magnús Þór formaður KÍ ræddu málin velti ég fyrir mér hvort Inga Rún sé í raun hæf til að stýra þessum viðræðum. Hún virðist ekki átta sig á því um hvað málið snýst. Hún er í viðræðum við sameiginlega nefnd allra aðildarfélaganna 7 innan KÍ (Kennarasambands Íslands) um jöfnun launa á milli markaða sem er hluti af samkomulagi frá árinu 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda launfólks, nánar tiltekið 7. grein þess samkomulags. Hún er ekki í kjaraviðræðum við FG (félag grunnskólakennara) um algjöra endurgerð á þeirra samningum og gjörbreytingu á þeirra störfum eins og hún virðist halda. Magnús Þór setti fram mjög athyglisverða athugasemd í þeim sama Kastljósþætti þegar hann sagði að honum þætti fróðlegt að vita hvað almenni markaðurinn myndi segja ef þessu væri öfugt farið. Þ.e.a.s. ef að fyrst hefði verið farið í jöfnun launa milli markaða - og það gert á einu ári frá gerð samkomulagsins, en 8 árum seinna væru lífeyrisréttindin enn ekki orðin jöfn eins og lofað hefði verið. Ég get alveg ímyndað mér hvað þá hefði verið sagt. Þá væri samfélagið fyrir löngu farið á hliðina. En svo virðist sem ákveðnum aðilum finnist bara allt í lagi að ríki og sveitafélög efni ekki samkomulag sem þau gera við sína starfsmenn. Áttum okkur á því að réttindi opinberra starfsmanna voru skert. Tímaramminn sem settur var til að leiðrétta skerðinguna rennur út eftir tvö ár. Ríki og sveitarfélög eru ekki ennþá búin að finna út eðlilegt viðmið fyrir kennarastéttina, hvað þá að setja af stað ferli sem tryggir leiðréttingu launa í stigum til að ná því markmiði. Það eru liðin 8 ár! KÍ samþykkti aldrei stöðu sinna félagsmanna í Salek á sínum tíma því það átti eftir að efna 7. greinina í samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda launafólks.Ef tölur hagstofunnar um launaþróun í landinu eru skoðaðar hefur staða KÍ félaga versnað frá því 2016 því þeir hafa síðustu árin tekið þessum % sem er úthlutað í Salek samkomulaginu en tölurnar sýna að þeirra launaskrið hefur samt verið minna en annarra. Greinilega eru aðrar stéttir að ná einhverju umfram gerða samninga á meðan einstaklingar í KÍ eru alltaf að fá algjört lágmark. Það er ekki vænlegt til lausnar kjaradeilu þegar viðsemjandinn veit ekki við hverja hann er að semja. Hættum að ræða um störf grunnskólakennara og förum að ræða málefnið sem er á borðinu og skiptir máli. Það er vanefndir ríkis og sveitarfélaganna á samkomulaginu 2016 gagnvart opinberum starfsmönnum. Klárum samkomulagið með því að setja fram áætlun um hvernig ríki og sveitarfélög hyggjast ná fram þeim jöfnuði sem lofað var í 7. greininni. Nú er ekki tíminn til að fara að endurskilgreina starfið grunnskólakennari. Ef menn vilja fara í þá vegferð þá verður það að bíða seinni tíma. Það er mál sem verður aldrei leyst með stuttum viðræðum við kjaraborðið og því fyrr sem sveitastjórnir skilja það, því betra. Til þess að það gæti einhvern tíma orðið þyrfti þjóðarsátt um algjöra umbyltingu á skólastarfi, breytingar á lagalegu umhverfi starfsins, víðtæka samvinnu við sérfræðingana á gólfinu (kennarana) og þjóðarsátt um viðhorfsbreytingu í samfélaginu þar sem sátt væri um að upphefja menntun barna og ungmenna á þann stað sem hún, í hugum okkar sérfræðinganna, ætti réttilega að vera. Lausnin verður aldrei sú að grunnskólakennarar kenni meira til að fá meiri laun í því umhverfi sem við búum við í dag eins og Inga Rún var að reyna að stiga upp á. Á ég þá við skóla án aðgreiningar, almennan námsefnisskort og mjög veikt lagalegt og faglegt bakland þegar kemur að skólasókn nemenda, geðrænum vandamálum nemenda, stuðning við nemendur af erlendum uppruna, agaleysi samfélagsins og ofbeldi nemenda svo eitthvað sé nefnt. Í dag er ómögulegt að manna leik- og grunnskóla með eingöngu fagmenntuðu fólki (kennurum). Það eina sem getur hjálpað til við að fjölga háskólamenntuðu sérfræðingunum sem eru tilbúnir til að vinna þessi störf er að borga fyrir þau sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar fá á almenna markaði. Fagmenntun borgar sig. Sem dæmi má nefna að ódýrasti grunnskólinn á landinu á síðasta ári á hvern nemanda var einmitt skólinn sem er með hæsta hlutfall á landinu af fagmenntuðu fólki. Þannig að ég skora á samninganefndirnar að setjast niður og klára samning sem felur í sér þrepaáætlun um hvernig jöfnun launa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinbera markaðnum og þeim almenna skuli náð eins og kveðið var á í 7. grein margumrædds samkomulags um jöfnun lífeyrisréttinda frá 2016. Þá get ég næstum fullyrt að aðildarfélögin muni þegjandi og hljóðalaust semja í framhaldinu um hina sívinsælu „Salek %“ líkt og við höfum gert frá upphafi Salek og í raun að mestu síðustu 20 árin. Aðeins þannig næst að fá nóg af fagmenntuðu starfsfólki til að manna þessi mikilvægu störf. Ég er nefnilega nógu verðmæt eins og ég er. Ég þarf ekki að hlaupa hraðar til þess! Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari og trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég verið mjög hugsi og í raun mjög uggandi yfir þeirri stöðu sem er uppi í kjaraviðræðum á milli KÍ og SÍS og ríkisins. Eftir að horfa á Kastljós á þriðjudagskvöldið þar sem Inga Rún formaður samninganefndar sveitarfélaganna og Magnús Þór formaður KÍ ræddu málin velti ég fyrir mér hvort Inga Rún sé í raun hæf til að stýra þessum viðræðum. Hún virðist ekki átta sig á því um hvað málið snýst. Hún er í viðræðum við sameiginlega nefnd allra aðildarfélaganna 7 innan KÍ (Kennarasambands Íslands) um jöfnun launa á milli markaða sem er hluti af samkomulagi frá árinu 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda launfólks, nánar tiltekið 7. grein þess samkomulags. Hún er ekki í kjaraviðræðum við FG (félag grunnskólakennara) um algjöra endurgerð á þeirra samningum og gjörbreytingu á þeirra störfum eins og hún virðist halda. Magnús Þór setti fram mjög athyglisverða athugasemd í þeim sama Kastljósþætti þegar hann sagði að honum þætti fróðlegt að vita hvað almenni markaðurinn myndi segja ef þessu væri öfugt farið. Þ.e.a.s. ef að fyrst hefði verið farið í jöfnun launa milli markaða - og það gert á einu ári frá gerð samkomulagsins, en 8 árum seinna væru lífeyrisréttindin enn ekki orðin jöfn eins og lofað hefði verið. Ég get alveg ímyndað mér hvað þá hefði verið sagt. Þá væri samfélagið fyrir löngu farið á hliðina. En svo virðist sem ákveðnum aðilum finnist bara allt í lagi að ríki og sveitafélög efni ekki samkomulag sem þau gera við sína starfsmenn. Áttum okkur á því að réttindi opinberra starfsmanna voru skert. Tímaramminn sem settur var til að leiðrétta skerðinguna rennur út eftir tvö ár. Ríki og sveitarfélög eru ekki ennþá búin að finna út eðlilegt viðmið fyrir kennarastéttina, hvað þá að setja af stað ferli sem tryggir leiðréttingu launa í stigum til að ná því markmiði. Það eru liðin 8 ár! KÍ samþykkti aldrei stöðu sinna félagsmanna í Salek á sínum tíma því það átti eftir að efna 7. greinina í samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda launafólks.Ef tölur hagstofunnar um launaþróun í landinu eru skoðaðar hefur staða KÍ félaga versnað frá því 2016 því þeir hafa síðustu árin tekið þessum % sem er úthlutað í Salek samkomulaginu en tölurnar sýna að þeirra launaskrið hefur samt verið minna en annarra. Greinilega eru aðrar stéttir að ná einhverju umfram gerða samninga á meðan einstaklingar í KÍ eru alltaf að fá algjört lágmark. Það er ekki vænlegt til lausnar kjaradeilu þegar viðsemjandinn veit ekki við hverja hann er að semja. Hættum að ræða um störf grunnskólakennara og förum að ræða málefnið sem er á borðinu og skiptir máli. Það er vanefndir ríkis og sveitarfélaganna á samkomulaginu 2016 gagnvart opinberum starfsmönnum. Klárum samkomulagið með því að setja fram áætlun um hvernig ríki og sveitarfélög hyggjast ná fram þeim jöfnuði sem lofað var í 7. greininni. Nú er ekki tíminn til að fara að endurskilgreina starfið grunnskólakennari. Ef menn vilja fara í þá vegferð þá verður það að bíða seinni tíma. Það er mál sem verður aldrei leyst með stuttum viðræðum við kjaraborðið og því fyrr sem sveitastjórnir skilja það, því betra. Til þess að það gæti einhvern tíma orðið þyrfti þjóðarsátt um algjöra umbyltingu á skólastarfi, breytingar á lagalegu umhverfi starfsins, víðtæka samvinnu við sérfræðingana á gólfinu (kennarana) og þjóðarsátt um viðhorfsbreytingu í samfélaginu þar sem sátt væri um að upphefja menntun barna og ungmenna á þann stað sem hún, í hugum okkar sérfræðinganna, ætti réttilega að vera. Lausnin verður aldrei sú að grunnskólakennarar kenni meira til að fá meiri laun í því umhverfi sem við búum við í dag eins og Inga Rún var að reyna að stiga upp á. Á ég þá við skóla án aðgreiningar, almennan námsefnisskort og mjög veikt lagalegt og faglegt bakland þegar kemur að skólasókn nemenda, geðrænum vandamálum nemenda, stuðning við nemendur af erlendum uppruna, agaleysi samfélagsins og ofbeldi nemenda svo eitthvað sé nefnt. Í dag er ómögulegt að manna leik- og grunnskóla með eingöngu fagmenntuðu fólki (kennurum). Það eina sem getur hjálpað til við að fjölga háskólamenntuðu sérfræðingunum sem eru tilbúnir til að vinna þessi störf er að borga fyrir þau sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar fá á almenna markaði. Fagmenntun borgar sig. Sem dæmi má nefna að ódýrasti grunnskólinn á landinu á síðasta ári á hvern nemanda var einmitt skólinn sem er með hæsta hlutfall á landinu af fagmenntuðu fólki. Þannig að ég skora á samninganefndirnar að setjast niður og klára samning sem felur í sér þrepaáætlun um hvernig jöfnun launa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinbera markaðnum og þeim almenna skuli náð eins og kveðið var á í 7. grein margumrædds samkomulags um jöfnun lífeyrisréttinda frá 2016. Þá get ég næstum fullyrt að aðildarfélögin muni þegjandi og hljóðalaust semja í framhaldinu um hina sívinsælu „Salek %“ líkt og við höfum gert frá upphafi Salek og í raun að mestu síðustu 20 árin. Aðeins þannig næst að fá nóg af fagmenntuðu starfsfólki til að manna þessi mikilvægu störf. Ég er nefnilega nógu verðmæt eins og ég er. Ég þarf ekki að hlaupa hraðar til þess! Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari og trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla í Garðabæ.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar