Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 21:58 Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig í aðgerðum lögreglu á mótmælunum 31. maí. vísir/ívar fannar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“. Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“.
Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“