„Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. október 2024 21:34 Ísak Wium er þjálfari ÍR í Bónus-deildinni. Vísir/Pawel Ísak Wium þjálfari ÍR sagði lengsta góða kafla liðsins í vetur ekki hafa dugað gegn Álftnesingum í kvöld. ÍR tapaði sínum fimmta leik í röð eftir skelfilegan fjórða leikhluta. „Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira
„Ég get ekki alltaf mætt í viðtöl og sagt að þetta sé einn af þessum dögum. Mér fannst við fá fullt af opnum skotum í byrjun fjórða leikhluta. Oscar [Jörgensen] fær fjögur og með byssu á höfðinu á mér mætti hann taka öll þriggja stiga skot. Hann fær fjögur og klikkar á þeim öllum,“ sagði Ísak Wium þjálfari ÍR í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. ÍR hóf fjórða leikhluta með sjö stiga forskot en fljótlega kom áhlaup frá heimamönnum á meðan ekkert fór niður hjá ÍR. „Þeir skora hinu megin á móti og það datt svolítið botninn úr þessu sjálfstraustlega. Mér fannst við heilt yfir spila þrjá góða leikhluta en það eru alls konar litlir hlutir sem valda því að við vinnum ekki í kvöld. Það er kannski framför frá síðustu leikjum þegar var fullt af risastórum hlutum sem við höfum reynt að leysa og gert vel.“ ÍR skoraði 30 stig í öðrum leikhluta og 28 stig í þeim þriðja. Ísak var ánægður með sóknarleikinn á þessum kafla. „Sóknarlega vorum við ógeðslega góðir í tvo leikhluta, ógeðslega góðir. Boltahreyfingin til fyrirmyndar og svo hættir það og ég get ekki alveg sagt þér skýringuna á því. Ég tek tvö leikhlé og eina sem við tölum um eru ákveðnir hlutir sem við gerum en ganga samt ekki upp.“ ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum í Bónus-deildinni á tímabilinu og Ísak viðurkenndi að það hefði áhrif á menn á ögurstundu í leiknum. „Hundrað prósent, maður finnur það bara sjálfur. Við höfum alveg sýnt rispur og þurfum að tengja þær saman. Við höfum aldrei átt séns á útivelli í vetur þannig að þetta er fyrsti útileikurinn og lengsti kaflinn sem við spilum vel. Það dugir ekki til og við þurfum að reyna að greina þær ástæður.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍR Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira