Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 19:28 Vísir/Samsett Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“ Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“
Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira