Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 19:39 Steinþór Einarsson á gangi Héraðsdóms Norðurlands eystra. vísir Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. Fyrrgreint orðalag er tekið beint úr því ákvæði hegningarlaga sem málsvörn Steinþórs byggðist að hluta á, og Landsréttur féllst á að ætti við í málinu. Afar sjaldgæft er að dómstólar fallist á neyðarvörn í manndrápsmálum, sem er aftur á móti algeng málsvörn dæmdra morðingja. Forsaga málsins er árás sem átti sér stað á Ólafsfirði í október árið 2022. Steinþór, 37 ára, var ákærður fyrir að hafa stungið Tómas Waagfjörð, sem var 47 ára, tvisvar sinnum í vinstri síðu með hnífi, með þeim afleiðingum að mjaðmarslagæð fór í sundur með miklu blóðtapi sem leiddi til dauða. Gaf ekki rökrétta skýringu á áverkum Tómasar Steinþór neitaði sök í fyrsta lagi þar sem ósannað væri að hann hefði stungið Tómas, eða að minnsta kosti hefði hann ekki haft ásetning til þess að stinga Tómas. Það hafi gerst óvart í átökum þeirra um hnífinn. Í öðru lagi bar Steinþór fyrir sig neyðarvörn. Samkvæmt 12. grein hegningarlaga verður mönnum ekki refsað fyrir verk sem nauðsynlegt var til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás. Sú vörn má aftur á móti ekki vera augsýnilega hættulegri en árásin. Í 2. málsgrein 12. greinar er kveðið á um að manni verði ekki refsað, þó að hann fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, ef hann hefur orðið „svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín“. Í niðurstöðu Landsréttar er talið útilokað, með vísan til niðurstöðu krufninga, að áverkar Tómasar gætu talist afleiðing óhapps. Áverkarnir séu tilkomnir fyrir árás annars manns. Steinþór hafi aldrei getað gefið rökrétta skýringu á tilkomu áverka Tómasar, heldur haldið því staðfastlega fram að Tómas hafi átt upptökin á árásinni og náð að stinga sig í kinn og læri. Steinþór hafi ýtt honum frá sér, þeir tekist á um hnífinn en Steinþór snúið upp á hendi Tómasar þar til hann missti mátt og féll í gólfið. Í blóði sem fannst á hnífnum var bæði snið úr Steinþóri og Tómasi og því ekki öðrum til að dreifa en Steinþór, sem gat veitt Tómasi þessa áverka. Landsréttur féllst því ekki á málsvörn Steinþórs um að hann hefði ekki valdið áverkunum sem leiddu til dauða Tómasar. „Klassískir varnaráverkar“ Varðandi málsvörn Steinþórs sem sneri að neyðarvörn tók Landsréttur undir það með héraðsdómi og ákæruvaldi að Tómas hefði átt upptök átakanna. Taldi rétturinn skýrt af gögnum málsins að Tómas hefði ítrekað lagt hnífnum til Steinþórs „eins og ráða má af stungufari á stólbaki og í gluggatjaldi og hæfði hann í tvígang, kinn og læri,“ eins og segir í dómnum. Réttarlæknir lýsti áverkum Steinþórs sem „klassískum varnaráverkum eftir árás með hnífi eða eggáhaldi“. Frásögn hans af átökunum skýri aftur á móti ekki umrædda áverka á Tómasi. Taldi Landsréttur ljóst að áverkar Tómasar hafi orðið í átökum þeirra tveggja sem spunnust af ólögmætri árás sem hafi enn staðið yfir. Það þótti á hinn bóginn hafið yfir skynsamlegan vafa að Steinþór hafi náð taki á hnífnum meðan á átökunum stóð og stungið Tómas tvisvar í kjölfarið. Honum hafi verið ljóst að stungurnar gætu verið lífshættulegar en látið sér það í léttu rúmi liggja og beitt vörnum sem voru „augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til“. „Mæta til að drepa mig“ Af þessum ástæðum var ekki fallist á neyðarvörn samkvæmt fyrri málsgrein fyrrnefndrar 12. greinar hegningarlaga. Enn átti þó eftir að taka síðari málsgreinina til skoðunar. Landsréttur áréttaði að hending ein hafi ráðið að Seinþór hafi ekki orðið fyrir lífshættulegum áverka í upphafi árásarinnar. Var af þeirri ástæðu miðað við að Steinþór hafi verið svo skelfdur eða forviða er hnífurinn stakkst í síðu Tómasar í vígang að hann hafi ekki getað fullkomlega gætt sín, eins og það er orðað í fyrrnefndri 2. málsgrein 12. greinar. Fyrir héraðsdómi bar Steinþór að eftir að hann áttaði sig á að Tómas væri að ráðast á sig með hnífi hafi hann talið að „maðurinn væri bara að mæta til að drepa mig.“ Hann hafi talið að Tómas hefði „hitt bara í slagæð þarna í lærinu“ og að hann hafi verið „skíthræddur um að [sér] myndi bara blæða út.“ Eftir að Tómas hafi hnigið niður hafi hann fyrst og fremst hugsað um að koma hnífnum í burtu frá honum en fyrir lá að Steinþór kom hnífnum fyrir í blómapotti frammi á gangi. Bar Steinþór meðal annars: „Og þar sem ég var skríðandi í gólfinu að … og einhvern veginn í engu ástandi til að verja mig meira eða frekar að þá var eina sem að vakti fyrir mér það var bara að koma hnífnum í burtu.“ Var þessi framburður Steinþórs metinn trúverðugur að teknu tilliti til aðstæðna. Með vísan til þessa var talið uppfyllt skilyrði 2. málsgreinar 12. greinar almennra hegningarlaga, sem kveður á um að ekki skuli refsa manni sem farið hefur út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar ef ástæða þess sé að hann hafi orðið svo skelfdur eða forviða að hann hafi ekki getað fullkomlega gætt sín. Var Steinþór þar með sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu fyrir þá háttsemi sem lýst er að ofan. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Fyrrgreint orðalag er tekið beint úr því ákvæði hegningarlaga sem málsvörn Steinþórs byggðist að hluta á, og Landsréttur féllst á að ætti við í málinu. Afar sjaldgæft er að dómstólar fallist á neyðarvörn í manndrápsmálum, sem er aftur á móti algeng málsvörn dæmdra morðingja. Forsaga málsins er árás sem átti sér stað á Ólafsfirði í október árið 2022. Steinþór, 37 ára, var ákærður fyrir að hafa stungið Tómas Waagfjörð, sem var 47 ára, tvisvar sinnum í vinstri síðu með hnífi, með þeim afleiðingum að mjaðmarslagæð fór í sundur með miklu blóðtapi sem leiddi til dauða. Gaf ekki rökrétta skýringu á áverkum Tómasar Steinþór neitaði sök í fyrsta lagi þar sem ósannað væri að hann hefði stungið Tómas, eða að minnsta kosti hefði hann ekki haft ásetning til þess að stinga Tómas. Það hafi gerst óvart í átökum þeirra um hnífinn. Í öðru lagi bar Steinþór fyrir sig neyðarvörn. Samkvæmt 12. grein hegningarlaga verður mönnum ekki refsað fyrir verk sem nauðsynlegt var til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás. Sú vörn má aftur á móti ekki vera augsýnilega hættulegri en árásin. Í 2. málsgrein 12. greinar er kveðið á um að manni verði ekki refsað, þó að hann fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, ef hann hefur orðið „svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín“. Í niðurstöðu Landsréttar er talið útilokað, með vísan til niðurstöðu krufninga, að áverkar Tómasar gætu talist afleiðing óhapps. Áverkarnir séu tilkomnir fyrir árás annars manns. Steinþór hafi aldrei getað gefið rökrétta skýringu á tilkomu áverka Tómasar, heldur haldið því staðfastlega fram að Tómas hafi átt upptökin á árásinni og náð að stinga sig í kinn og læri. Steinþór hafi ýtt honum frá sér, þeir tekist á um hnífinn en Steinþór snúið upp á hendi Tómasar þar til hann missti mátt og féll í gólfið. Í blóði sem fannst á hnífnum var bæði snið úr Steinþóri og Tómasi og því ekki öðrum til að dreifa en Steinþór, sem gat veitt Tómasi þessa áverka. Landsréttur féllst því ekki á málsvörn Steinþórs um að hann hefði ekki valdið áverkunum sem leiddu til dauða Tómasar. „Klassískir varnaráverkar“ Varðandi málsvörn Steinþórs sem sneri að neyðarvörn tók Landsréttur undir það með héraðsdómi og ákæruvaldi að Tómas hefði átt upptök átakanna. Taldi rétturinn skýrt af gögnum málsins að Tómas hefði ítrekað lagt hnífnum til Steinþórs „eins og ráða má af stungufari á stólbaki og í gluggatjaldi og hæfði hann í tvígang, kinn og læri,“ eins og segir í dómnum. Réttarlæknir lýsti áverkum Steinþórs sem „klassískum varnaráverkum eftir árás með hnífi eða eggáhaldi“. Frásögn hans af átökunum skýri aftur á móti ekki umrædda áverka á Tómasi. Taldi Landsréttur ljóst að áverkar Tómasar hafi orðið í átökum þeirra tveggja sem spunnust af ólögmætri árás sem hafi enn staðið yfir. Það þótti á hinn bóginn hafið yfir skynsamlegan vafa að Steinþór hafi náð taki á hnífnum meðan á átökunum stóð og stungið Tómas tvisvar í kjölfarið. Honum hafi verið ljóst að stungurnar gætu verið lífshættulegar en látið sér það í léttu rúmi liggja og beitt vörnum sem voru „augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til“. „Mæta til að drepa mig“ Af þessum ástæðum var ekki fallist á neyðarvörn samkvæmt fyrri málsgrein fyrrnefndrar 12. greinar hegningarlaga. Enn átti þó eftir að taka síðari málsgreinina til skoðunar. Landsréttur áréttaði að hending ein hafi ráðið að Seinþór hafi ekki orðið fyrir lífshættulegum áverka í upphafi árásarinnar. Var af þeirri ástæðu miðað við að Steinþór hafi verið svo skelfdur eða forviða er hnífurinn stakkst í síðu Tómasar í vígang að hann hafi ekki getað fullkomlega gætt sín, eins og það er orðað í fyrrnefndri 2. málsgrein 12. greinar. Fyrir héraðsdómi bar Steinþór að eftir að hann áttaði sig á að Tómas væri að ráðast á sig með hnífi hafi hann talið að „maðurinn væri bara að mæta til að drepa mig.“ Hann hafi talið að Tómas hefði „hitt bara í slagæð þarna í lærinu“ og að hann hafi verið „skíthræddur um að [sér] myndi bara blæða út.“ Eftir að Tómas hafi hnigið niður hafi hann fyrst og fremst hugsað um að koma hnífnum í burtu frá honum en fyrir lá að Steinþór kom hnífnum fyrir í blómapotti frammi á gangi. Bar Steinþór meðal annars: „Og þar sem ég var skríðandi í gólfinu að … og einhvern veginn í engu ástandi til að verja mig meira eða frekar að þá var eina sem að vakti fyrir mér það var bara að koma hnífnum í burtu.“ Var þessi framburður Steinþórs metinn trúverðugur að teknu tilliti til aðstæðna. Með vísan til þessa var talið uppfyllt skilyrði 2. málsgreinar 12. greinar almennra hegningarlaga, sem kveður á um að ekki skuli refsa manni sem farið hefur út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar ef ástæða þess sé að hann hafi orðið svo skelfdur eða forviða að hann hafi ekki getað fullkomlega gætt sín. Var Steinþór þar með sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu fyrir þá háttsemi sem lýst er að ofan.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira