„Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 31. október 2024 17:01 Fangelsismálastofnun og hagsmunasamtök fanga hafa ítrekað bent á að úrræði skorti fyrir fanga sem glíma við fjölþættan vanda þegar þeir losna úr fangelsi. Vísir/Vilhelm Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að Fangelsismálastofnun hefði varað heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld og Reykjavíkurborg við því í vor að fangi, sem glímir við fíknivanda og er greindur misþroska, sem átti að losna úr fangelsi í haust bryti nær örugglega af sér aftur ef hann fengi ekki stuðning að afplánun lokinni. Maðurinn hefði fengið tímabundinn stuðning frá borginni en hann hefði síðan verið dreginn til baka. Hann er nú sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun sem hafi átt sér stað tveimur dögum eftir að hann var sviptur þjónustu. Borgin svaraði ekki fyrirspurn RÚV um málið en í minnisblaði Fangelsismálastofnunar er hún sögð hafa lýst því að hún teldi öll úrræði sín fullreynd og hún gæti ekki veitt manninum þann stuðning sem hann þyrfti á að halda. Heilbrigðisráðuneytið sagði málið ekki koma sér við en félagsmála- og dómsmálaráðuneytinu svöruðu ekki fyrirspurn RÚV. Sinnuleysi eða störukeppni á milli ríkis og sveitarfélaga Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og faglegur ráðgjafi Afstöðu, félags fanga, segir þetta tiltekna mál sérstakt en fleiri föngum sem eru taldir hættulegir verði sleppt á næstunni og engin úrræði séu fyrir þá. Of algengt sé að fólki í þessari stöðu sé sleppt út í samfélagið án nokkurs stuðnings og án húsnæðis. „Þá erum við bara með tifandi tímasprengjur úti í samfélaginu,“ segir Guðbjörg við Vísi. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur. Flestir þeirra séu með mat á stuðningsþörf vegna fötlunar og þarfnist margs konar stuðnings þegar þeir koma út í samfélagið, þar á meðal um húsnæði, virkni, sálfræði- og atferlismeðferðir og vímuefna- og áfengismeðferðir. Samasemmerki sé á milli þess að stuðningi ljúki við að hlutirnir leiti aftur í sama far og áður. Ríki og sveitarfélögum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver eigi að sjá um þá þjónustu og hvernig. Hver bendi þar á annan. „Ég veit ekki hvort maður á að kalla þetta sinnuleysi eða störukeppni eða að henda heitri kartöflu á milli sín. Þetta er afskaplega krefjandi og flókið mál. Það er í raun og veru varla hægt að ætlast til þess að einhver einn aðili taki þetta og bjargi því, hvort sem það er sveitarfélag eða ríki. Þetta strandar á samvinnu að okkar mati,“ segir Guðbjörg. Þótt vandamálið sé flókið séu einstaklingarnir sem um ræðir ekki margir. Samfélagið þurfi að ákveða hvort það vilji senda þetta fólk út á jaðarinn eða fjáfesta í því þannig að þa geti endurhæfst og átt endurkomu. „Þetta er mjög alvarlegt ástand eins og það er í dag. Við þurfum einhvern veginn sem samfélag að ákveða okkur hvort og hvernig við viljum sinna þessum einstaklingum.“ Fleiri fangar sem ættu betur heima í sérstækum úrræðum Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða fanga sem var til viðtals í umfjöllun Kompás vorið 2023 um mjög veikt fólk í fangelsum sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. Í þættinum kom fram að á hverjum tíma eru hátt í átta fangar á Litla-Hrauni sem þola ekki afplánun og ættu betur heima í sértækum úrræðum. Annar fangi sem óttast var að myndi brjóta af sér utan veggja fangelsisins sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana í fjölbýlishúsi í Breiðholti í síðustu viku. Sá stakk föður sinn í bakið fyrir tæpum tveimur áratugum en var metinn ósakhæfur fyrir dómi. Hann lauk í september afplánun á tveggja ára dómi fyrir að ráðast á móður sína þegar hann var handekinn í liðinni viku grunaður um að hafa orðið henni að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu sátu báðir fangarnir inni allan afplánunartíma sinn og var sleppt án þess að nokkurt úrræði biði þeirra. Fangelsismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Félagsmál Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að Fangelsismálastofnun hefði varað heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld og Reykjavíkurborg við því í vor að fangi, sem glímir við fíknivanda og er greindur misþroska, sem átti að losna úr fangelsi í haust bryti nær örugglega af sér aftur ef hann fengi ekki stuðning að afplánun lokinni. Maðurinn hefði fengið tímabundinn stuðning frá borginni en hann hefði síðan verið dreginn til baka. Hann er nú sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun sem hafi átt sér stað tveimur dögum eftir að hann var sviptur þjónustu. Borgin svaraði ekki fyrirspurn RÚV um málið en í minnisblaði Fangelsismálastofnunar er hún sögð hafa lýst því að hún teldi öll úrræði sín fullreynd og hún gæti ekki veitt manninum þann stuðning sem hann þyrfti á að halda. Heilbrigðisráðuneytið sagði málið ekki koma sér við en félagsmála- og dómsmálaráðuneytinu svöruðu ekki fyrirspurn RÚV. Sinnuleysi eða störukeppni á milli ríkis og sveitarfélaga Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og faglegur ráðgjafi Afstöðu, félags fanga, segir þetta tiltekna mál sérstakt en fleiri föngum sem eru taldir hættulegir verði sleppt á næstunni og engin úrræði séu fyrir þá. Of algengt sé að fólki í þessari stöðu sé sleppt út í samfélagið án nokkurs stuðnings og án húsnæðis. „Þá erum við bara með tifandi tímasprengjur úti í samfélaginu,“ segir Guðbjörg við Vísi. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur. Flestir þeirra séu með mat á stuðningsþörf vegna fötlunar og þarfnist margs konar stuðnings þegar þeir koma út í samfélagið, þar á meðal um húsnæði, virkni, sálfræði- og atferlismeðferðir og vímuefna- og áfengismeðferðir. Samasemmerki sé á milli þess að stuðningi ljúki við að hlutirnir leiti aftur í sama far og áður. Ríki og sveitarfélögum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver eigi að sjá um þá þjónustu og hvernig. Hver bendi þar á annan. „Ég veit ekki hvort maður á að kalla þetta sinnuleysi eða störukeppni eða að henda heitri kartöflu á milli sín. Þetta er afskaplega krefjandi og flókið mál. Það er í raun og veru varla hægt að ætlast til þess að einhver einn aðili taki þetta og bjargi því, hvort sem það er sveitarfélag eða ríki. Þetta strandar á samvinnu að okkar mati,“ segir Guðbjörg. Þótt vandamálið sé flókið séu einstaklingarnir sem um ræðir ekki margir. Samfélagið þurfi að ákveða hvort það vilji senda þetta fólk út á jaðarinn eða fjáfesta í því þannig að þa geti endurhæfst og átt endurkomu. „Þetta er mjög alvarlegt ástand eins og það er í dag. Við þurfum einhvern veginn sem samfélag að ákveða okkur hvort og hvernig við viljum sinna þessum einstaklingum.“ Fleiri fangar sem ættu betur heima í sérstækum úrræðum Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða fanga sem var til viðtals í umfjöllun Kompás vorið 2023 um mjög veikt fólk í fangelsum sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. Í þættinum kom fram að á hverjum tíma eru hátt í átta fangar á Litla-Hrauni sem þola ekki afplánun og ættu betur heima í sértækum úrræðum. Annar fangi sem óttast var að myndi brjóta af sér utan veggja fangelsisins sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana í fjölbýlishúsi í Breiðholti í síðustu viku. Sá stakk föður sinn í bakið fyrir tæpum tveimur áratugum en var metinn ósakhæfur fyrir dómi. Hann lauk í september afplánun á tveggja ára dómi fyrir að ráðast á móður sína þegar hann var handekinn í liðinni viku grunaður um að hafa orðið henni að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu sátu báðir fangarnir inni allan afplánunartíma sinn og var sleppt án þess að nokkurt úrræði biði þeirra.
Fangelsismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Félagsmál Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent