Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar 31. október 2024 11:30 Félag atvinnurekenda lýsir yfir stuðningi við frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að jafnlaunavottun verði ekki lagaskylda fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn, heldur valkvæð. FA telur vottunarferlið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki og bendir á að væntanlegar séu Evrópureglur, sem tryggi að stærri fyrirtæki leggi fram sömu upplýsingar og jafnlaunastaðallinn kveður á um. Jafnlaunavottun er gagnleg, en á ekki að vera skylda Í umsögn félagsins til allsherjar- ogmenntamálanefndarAlþingis, er rifjað upp að FA hefur haft jákvæða afstöðu til jafnlaunavottunar á grundvelli jafnlaunastaðalsins, og vann að kynningu á henni meðal félagsmanna sinna áður en núverandi lagaákvæði um jafnlaunavottun tóku gildi. Félagið lagðist hins vegar gegn því árið 2017, þegar frumvarp um jafnlaunavottun var til umfjöllunar, að hún yrði gerð að lagaskyldu. „Í fyrsta lagi taldi félagið ekki tímabært að slá því föstu að fyrirtækin í landinu hefðu ekki sýnt nægilegt frumkvæði að því að eyða kynbundnum launamun og að ríkisvaldið yrði að grípa þar inn í. Í öðru lagi gagnrýndi FA að ekki lægi fyrir fullnægjandi mat á þeim kostnaði, sem fylgdi jafnlaunavottuninni. Félagið benti á að fyrir smærri fyrirtæki, með 25-100 starfsmenn, sem jafnvel hefðu engan sérstakan mannauðsstjóra, gæti þessi kostnaður orðið mjög íþyngjandi. Í þriðja lagi gagnrýndi FA að jafnlaunastaðallinn væri í raun ekki tilbúinn og hentaði ekki að öllu leyti smærri fyrirtækjum á Íslandi. Þessi gagnrýnisatriði FA eiga öll enn við,“ segir í umsögn FA. Reynslan af löggjöfinni Í greinargerð frumvarps Diljár og meðflutningsmanna hennar er vísað til launarannsóknar Hagstofu Íslands fyrir tímabilið 2008-2020, en þar kom fram að ekki hefði mælst marktækur munur á kynbundnum launamun hjá fyrirtækjum sem höfðu innleitt jafnlaunastaðalinn og fengið vottun og hinum, sem ekki höfðu gert það. Launamunur kynjanna hefur almennt talað dregist saman jafnt og þétt, þótt enn hafi honum ekki verið eytt. Þá er rétt að rifja upp rannsókn félagsvísindamanna við Háskóla Íslands, sem út kom í hausthefti tímaritsins Stjórnmála og stjórnsýslu 2022 og nýtti m.a. niðurstöður launarannsóknar Hagstofunnar, en niðurstaða þeirrar rannsóknar er að það sé „ekki hægt að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna.“ Hvað kostnaðinn varðar, getur verið erfitt að nálgast nákvæmar tölur um hann, eins og vikið er að í greinargerð frumvarpsins. Reynsla aðildarfyrirtækja FA er sú að kostnaður vegna vinnu stjórnenda og starfsmanna innan fyrirtækjanna við innleiðingu staðalsins sé margfalt meiri en sú fjárhæð, sem þarf að greiða vottunarfyrirtækjum. Í könnunum, sem FA hefur gert hjá aðildarfyrirtækjum, eru nefndar tölur allt frá 2,5 milljónum og upp í 10 milljónir. Vert er að geta þess að aðildarfyrirtæki FA eru að jafnaði smærri en aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins að meðaltali, en í greinargerðinni er vitnað til könnunar SA frá 2021, sem sýndi fram á 16 milljóna meðalkostnað. Kannanir FA hafa leitt í ljós kostnað á starfsmann á bilinu 100 þúsund til 400 þúsund krónur. Það er jafnframt óbreytt mat FA að jafnlaunastaðallinn sé ekki sniðinn að þörfum smærri fyrirtækja og óþarflega þungur í vöfum. Viðhorf fyrirtækja í FA Í greinargerð frumvarpsins sem varð að núgildandi lagaákvæðum um jafnlaunavottun árið 2017 var fullyrt að sá ávinningur, sem jafnlaunavottunin myndi hafa í för með sér, vægi þyngra en sjónarmið um íþyngjandi áhrif hennar fyrir fyrirtæki. Í umsögn FA um frumvarpið sagði: „Að mati FA væri æskilegra að jafnlaunavottun næði útbreiðslu með því að eigendur og stjórnendur fyrirtækja mætu það sjálfir svo að hún skilaði meiri ávinningi en kostnaði, en með því að ríkið skyldi þá til að taka hana upp.“ Allar götur síðan, eða frá árinu 2018, hefur FA spurt um afstöðu til jafnlaunavottunarinnar í árlegum könnunum sínum meðal félagsmanna. Hér að ofan er sýnd afstaða aðildarfyrirtækja til fullyrðingar um að jafnlaunavottun stuðli að launajafnrétti. Eins og sjá má, hefur á árabilinu 2018-2024 orðið nokkur breyting á afstöðu félagsmanna í FA og fleiri eru nú ósammála því en í byrjun að lögbundin jafnlaunavottun stuðli að auknu launajafnrétti. Þeim sem sögðust „mjög sammála“ fullyrðingunni fækkaði á þessu árabili úr rúmlega 22% í rúmlega 3%. FA hefur jafnframt spurt hvort félagsmenn telji lögbundna jafnlaunavottun hafa í för með sér meiri ávinning en kostnað fyrir þeirra fyrirtæki. Niðurstöðurnar sjást hér að neðan og sýna glögglega að undanfarin ár hafa talsvert fleiri talið kostnaðinn vegna jafnlaunavottunar meiri en ávinninginn. Fyrirhuguð upptaka launagegnsæistilskipunar ESB í EES-samninginn Loks er rétt að nefna fyrirhugaða upptöku svokallaðrar launagegnsæistilskipunar Evrópusambandsins (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2023/970). Samkvæmt ákvæðum hennar verða opinberar ýmsar þær upplýsingar, sem nú ber að veita samkvæmt jafnlaunastaðlinum, til að mynda um launagreiningar og mun á launum kynjanna hjá atvinnurekendum með fleiri en 100 starfsmenn. Eftirlitsaðilar gætu þá nálgast þær upplýsingar með einföldum hætti. Það er mat FA að ef lögin um jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum stæðu óhögguð um leið og ákvæði tilskipunarinnar yrðu innleidd í íslenskan rétt, væri verið að búa til fráleitan og íþyngjandi tvíverknað fyrir fjölda fyrirtækja. Stærðarmörk fyrirtækja, sem kveðið er á um í tilskipuninni (100 starfsmenn eða fleiri), eru að mati FA líka mun skynsamlegri en núgildandi ákvæði um 25 starfsmenn eða fleiri og engin ástæða væri til að „gullhúða“ tilskipunina með því að lækka viðmiðið, eins og því miður eru alltof mörg dæmi um. Eins og áður segir hefur hið lágt setta gólf verið alltof íþyngjandi fyrir minni fyrirtæki. Full ástæða er því til þess að um leið og ákvæði tilskipunarinnar verða innleidd, falli burt lagaskylda til jafnlaunavottunar samkvæmt jafnlaunastaðlinum. Félag atvinnurekenda mælist því til þess að skylda fyrirtækja til jafnlaunavottunar samkvæmt jafnlaunastaðlinum falli brott eins og frumvarpshöfundar leggja til, en jafnlaunavottun verði valkvæð fyrir þau fyrirtæki sem það kjósa. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda lýsir yfir stuðningi við frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að jafnlaunavottun verði ekki lagaskylda fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn, heldur valkvæð. FA telur vottunarferlið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki og bendir á að væntanlegar séu Evrópureglur, sem tryggi að stærri fyrirtæki leggi fram sömu upplýsingar og jafnlaunastaðallinn kveður á um. Jafnlaunavottun er gagnleg, en á ekki að vera skylda Í umsögn félagsins til allsherjar- ogmenntamálanefndarAlþingis, er rifjað upp að FA hefur haft jákvæða afstöðu til jafnlaunavottunar á grundvelli jafnlaunastaðalsins, og vann að kynningu á henni meðal félagsmanna sinna áður en núverandi lagaákvæði um jafnlaunavottun tóku gildi. Félagið lagðist hins vegar gegn því árið 2017, þegar frumvarp um jafnlaunavottun var til umfjöllunar, að hún yrði gerð að lagaskyldu. „Í fyrsta lagi taldi félagið ekki tímabært að slá því föstu að fyrirtækin í landinu hefðu ekki sýnt nægilegt frumkvæði að því að eyða kynbundnum launamun og að ríkisvaldið yrði að grípa þar inn í. Í öðru lagi gagnrýndi FA að ekki lægi fyrir fullnægjandi mat á þeim kostnaði, sem fylgdi jafnlaunavottuninni. Félagið benti á að fyrir smærri fyrirtæki, með 25-100 starfsmenn, sem jafnvel hefðu engan sérstakan mannauðsstjóra, gæti þessi kostnaður orðið mjög íþyngjandi. Í þriðja lagi gagnrýndi FA að jafnlaunastaðallinn væri í raun ekki tilbúinn og hentaði ekki að öllu leyti smærri fyrirtækjum á Íslandi. Þessi gagnrýnisatriði FA eiga öll enn við,“ segir í umsögn FA. Reynslan af löggjöfinni Í greinargerð frumvarps Diljár og meðflutningsmanna hennar er vísað til launarannsóknar Hagstofu Íslands fyrir tímabilið 2008-2020, en þar kom fram að ekki hefði mælst marktækur munur á kynbundnum launamun hjá fyrirtækjum sem höfðu innleitt jafnlaunastaðalinn og fengið vottun og hinum, sem ekki höfðu gert það. Launamunur kynjanna hefur almennt talað dregist saman jafnt og þétt, þótt enn hafi honum ekki verið eytt. Þá er rétt að rifja upp rannsókn félagsvísindamanna við Háskóla Íslands, sem út kom í hausthefti tímaritsins Stjórnmála og stjórnsýslu 2022 og nýtti m.a. niðurstöður launarannsóknar Hagstofunnar, en niðurstaða þeirrar rannsóknar er að það sé „ekki hægt að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna.“ Hvað kostnaðinn varðar, getur verið erfitt að nálgast nákvæmar tölur um hann, eins og vikið er að í greinargerð frumvarpsins. Reynsla aðildarfyrirtækja FA er sú að kostnaður vegna vinnu stjórnenda og starfsmanna innan fyrirtækjanna við innleiðingu staðalsins sé margfalt meiri en sú fjárhæð, sem þarf að greiða vottunarfyrirtækjum. Í könnunum, sem FA hefur gert hjá aðildarfyrirtækjum, eru nefndar tölur allt frá 2,5 milljónum og upp í 10 milljónir. Vert er að geta þess að aðildarfyrirtæki FA eru að jafnaði smærri en aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins að meðaltali, en í greinargerðinni er vitnað til könnunar SA frá 2021, sem sýndi fram á 16 milljóna meðalkostnað. Kannanir FA hafa leitt í ljós kostnað á starfsmann á bilinu 100 þúsund til 400 þúsund krónur. Það er jafnframt óbreytt mat FA að jafnlaunastaðallinn sé ekki sniðinn að þörfum smærri fyrirtækja og óþarflega þungur í vöfum. Viðhorf fyrirtækja í FA Í greinargerð frumvarpsins sem varð að núgildandi lagaákvæðum um jafnlaunavottun árið 2017 var fullyrt að sá ávinningur, sem jafnlaunavottunin myndi hafa í för með sér, vægi þyngra en sjónarmið um íþyngjandi áhrif hennar fyrir fyrirtæki. Í umsögn FA um frumvarpið sagði: „Að mati FA væri æskilegra að jafnlaunavottun næði útbreiðslu með því að eigendur og stjórnendur fyrirtækja mætu það sjálfir svo að hún skilaði meiri ávinningi en kostnaði, en með því að ríkið skyldi þá til að taka hana upp.“ Allar götur síðan, eða frá árinu 2018, hefur FA spurt um afstöðu til jafnlaunavottunarinnar í árlegum könnunum sínum meðal félagsmanna. Hér að ofan er sýnd afstaða aðildarfyrirtækja til fullyrðingar um að jafnlaunavottun stuðli að launajafnrétti. Eins og sjá má, hefur á árabilinu 2018-2024 orðið nokkur breyting á afstöðu félagsmanna í FA og fleiri eru nú ósammála því en í byrjun að lögbundin jafnlaunavottun stuðli að auknu launajafnrétti. Þeim sem sögðust „mjög sammála“ fullyrðingunni fækkaði á þessu árabili úr rúmlega 22% í rúmlega 3%. FA hefur jafnframt spurt hvort félagsmenn telji lögbundna jafnlaunavottun hafa í för með sér meiri ávinning en kostnað fyrir þeirra fyrirtæki. Niðurstöðurnar sjást hér að neðan og sýna glögglega að undanfarin ár hafa talsvert fleiri talið kostnaðinn vegna jafnlaunavottunar meiri en ávinninginn. Fyrirhuguð upptaka launagegnsæistilskipunar ESB í EES-samninginn Loks er rétt að nefna fyrirhugaða upptöku svokallaðrar launagegnsæistilskipunar Evrópusambandsins (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2023/970). Samkvæmt ákvæðum hennar verða opinberar ýmsar þær upplýsingar, sem nú ber að veita samkvæmt jafnlaunastaðlinum, til að mynda um launagreiningar og mun á launum kynjanna hjá atvinnurekendum með fleiri en 100 starfsmenn. Eftirlitsaðilar gætu þá nálgast þær upplýsingar með einföldum hætti. Það er mat FA að ef lögin um jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum stæðu óhögguð um leið og ákvæði tilskipunarinnar yrðu innleidd í íslenskan rétt, væri verið að búa til fráleitan og íþyngjandi tvíverknað fyrir fjölda fyrirtækja. Stærðarmörk fyrirtækja, sem kveðið er á um í tilskipuninni (100 starfsmenn eða fleiri), eru að mati FA líka mun skynsamlegri en núgildandi ákvæði um 25 starfsmenn eða fleiri og engin ástæða væri til að „gullhúða“ tilskipunina með því að lækka viðmiðið, eins og því miður eru alltof mörg dæmi um. Eins og áður segir hefur hið lágt setta gólf verið alltof íþyngjandi fyrir minni fyrirtæki. Full ástæða er því til þess að um leið og ákvæði tilskipunarinnar verða innleidd, falli burt lagaskylda til jafnlaunavottunar samkvæmt jafnlaunastaðlinum. Félag atvinnurekenda mælist því til þess að skylda fyrirtækja til jafnlaunavottunar samkvæmt jafnlaunastaðlinum falli brott eins og frumvarpshöfundar leggja til, en jafnlaunavottun verði valkvæð fyrir þau fyrirtæki sem það kjósa. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar