Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 10:32 Jürgen Klopp byrjar í nýja starfinu í janúar en hann segist elska öll gömlu félögin sín. Getty/ Bernd von Jutrczenka Jürgen Klopp hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að taka við starfi hjá Red Bull fótboltasamsteypunni. Hann hefur fengið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni í heimalandi sínu ekki síst frá stuðningsmönnum hans gömlu félaga í heimalandinu, Mainz og Dortmund. Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira