Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 21:57 Marta Maier formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla furðar sig á því að verkfall kennara muni koma í veg fyrir að nemendur fái að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. vísir „Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“ Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“
Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira