Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2024 11:38 Kim Jong Un með hermönnum sínum í Norður-Kóreu. AP/KCNA Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. Í frétt Reuters er vísað í yfirlýsingu frá embætti forseta Suður-Kóreu um að slíkar vendingar gætu ógnað öryggi ríkisins verulega. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa gefið í skyn að til greina komi að senda Úkraínumönnum hergögn og vopn en það hefur ekki verið gert hingað til. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims. Yonhap fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Suður-Kóreu að þar sé talið að búið sé að senda að minnsta kosti ellefu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu til Rússlands. Einhverjir þeirra hafi þegar verið sendir að víglínunum. Talið er að um unga menn sé að ræða og þykir líklegt að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Ráðamenn í Bandaríkjunum segja líklegt að norðurkóresku hermennirnir verði notaðir sem fótgöngulið og að þeir muni að öllum líkindum byrja að berjast við Úkraínumenn í Kúrsk á næstu vikum. Þeir eru sagðir klæðast rússneskum herbúningum og búnir rússneskum vopnum. Sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga Fyrrverandi hermenn frá Norður-Kóreu segja líklegt að hermennirnir séu stoltir yfir því að hafa verið sendir til Rússlands og líti á þetta sem sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga. Samkvæmt AP fréttaveitunni gætu fjölskyldur mannanna í Norður-Kóreu hagnast á þjónustu þeirra. „Þeir eru of ungir og munu ekki skilja nákvæmlega hvað þetta þýðir. Þeir líta bara á það sem heiður að vera valdir úr hópi fjölda hermanna og sendir til Rússlands,“ sagði Lee Woong Gil, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2007 en þar áður var hann í sömu sérsveit og hermennirnir sem nú eru í Rússlandi. Hann sagðist þar að auki nokkuð viss um að margir hermannanna muni ekki snúa aftur til Norður-Kóreu. Lee þjónaði í sérsveitinni frá 1998 til 2003. Hann segir sveitina hafa fengið betri mat og frekari byrgðir en aðrar sveitir en þrátt fyrir það hafi margir meðlimir hennar þjáðst af vannæringu og berklum. Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í síðustu viku sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. Annar fyrrverandi hermaður frá Norður-Kóreu sagði í samtali við AP að margir ungir menn myndu stökkva á tækifærið til að ferðast til annars lands og mögulega eignast meiri peninga en í boði væri fyrir þá heima. Þeir myndu líta á þetta sem einstakt tækifæri. Þar að auki séu margir sem gætu litið á þetta sem tækifæri til að gefast upp og biðja um að verða sendir til Suður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að senda hóp manna til Úkraínu sem ætlað er að yfirheyra norðurkóreska hermenn sem enda í höndum Úkraínumanna. Utanríkisráðherra í Rússlandi Utanríkisráðherra Norður-Kóreu ferðaðist í gær til Rússlands. Samkvæmt frétt Tass fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, mun Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, funda með Sergei Lavrov, kollega sínum. Er það sagt í samræmi við varnarsamkomulag sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, skrifuðu undir í sumar. Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki. Suður-Kórea Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Í frétt Reuters er vísað í yfirlýsingu frá embætti forseta Suður-Kóreu um að slíkar vendingar gætu ógnað öryggi ríkisins verulega. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa gefið í skyn að til greina komi að senda Úkraínumönnum hergögn og vopn en það hefur ekki verið gert hingað til. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims. Yonhap fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Suður-Kóreu að þar sé talið að búið sé að senda að minnsta kosti ellefu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu til Rússlands. Einhverjir þeirra hafi þegar verið sendir að víglínunum. Talið er að um unga menn sé að ræða og þykir líklegt að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Ráðamenn í Bandaríkjunum segja líklegt að norðurkóresku hermennirnir verði notaðir sem fótgöngulið og að þeir muni að öllum líkindum byrja að berjast við Úkraínumenn í Kúrsk á næstu vikum. Þeir eru sagðir klæðast rússneskum herbúningum og búnir rússneskum vopnum. Sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga Fyrrverandi hermenn frá Norður-Kóreu segja líklegt að hermennirnir séu stoltir yfir því að hafa verið sendir til Rússlands og líti á þetta sem sjaldgæft tækifæri til að öðlast peninga. Samkvæmt AP fréttaveitunni gætu fjölskyldur mannanna í Norður-Kóreu hagnast á þjónustu þeirra. „Þeir eru of ungir og munu ekki skilja nákvæmlega hvað þetta þýðir. Þeir líta bara á það sem heiður að vera valdir úr hópi fjölda hermanna og sendir til Rússlands,“ sagði Lee Woong Gil, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2007 en þar áður var hann í sömu sérsveit og hermennirnir sem nú eru í Rússlandi. Hann sagðist þar að auki nokkuð viss um að margir hermannanna muni ekki snúa aftur til Norður-Kóreu. Lee þjónaði í sérsveitinni frá 1998 til 2003. Hann segir sveitina hafa fengið betri mat og frekari byrgðir en aðrar sveitir en þrátt fyrir það hafi margir meðlimir hennar þjáðst af vannæringu og berklum. Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í síðustu viku sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. Annar fyrrverandi hermaður frá Norður-Kóreu sagði í samtali við AP að margir ungir menn myndu stökkva á tækifærið til að ferðast til annars lands og mögulega eignast meiri peninga en í boði væri fyrir þá heima. Þeir myndu líta á þetta sem einstakt tækifæri. Þar að auki séu margir sem gætu litið á þetta sem tækifæri til að gefast upp og biðja um að verða sendir til Suður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að senda hóp manna til Úkraínu sem ætlað er að yfirheyra norðurkóreska hermenn sem enda í höndum Úkraínumanna. Utanríkisráðherra í Rússlandi Utanríkisráðherra Norður-Kóreu ferðaðist í gær til Rússlands. Samkvæmt frétt Tass fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, mun Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, funda með Sergei Lavrov, kollega sínum. Er það sagt í samræmi við varnarsamkomulag sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, skrifuðu undir í sumar. Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki.
Suður-Kórea Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58
Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02
Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29