Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark í mikilvægum þriggja marka sigri Bjerringbro-Silkeborg á Granollers, lokatölur 35-32.
Þetta var fyrsti sigur danska liðsins í keppninni og liðið er nú með fjögur stig í 3. sæti B-riðils, líkt og Granollers, þegar tvær umferðir eru eftir. Montpellier er með fullt hús að loknum þremur umferðum á meðan G. Zabrze er án stigá botninum en þau mætast síðar í kvöld.
Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk í öruggum 13 marka sigri Benfica á Tatran Prešov frá Slóvakíu í C-riðli, lokatölur 36-23. Í hinum leik riðilsins skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson fimm mörk þegar Kadetten mátti þola tíu marka tap gegn Limoges, lokatölur 29-39.
Staðan í riðlinum er þannig að Benfica er með fullt hús stiga eða átta talsins eftir fjórar umferðir. Limoges og Kadetten eru með fjögur stig hvort á meðan Tatran Prešov er án stiga.
Efstu tvö lið í hverjum riðli fara áfram.