Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2024 21:21 Formaður starfshóps um fýsileika Vestmannaeyjaganga, Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, kynnti skýrsluna í dag. Innviðaráðuneyti Veggjöld gætu staðið undir kostnaði við Vestmannaeyjagöng. Þörf er á ítarlegri jarðfræðirannsóknum áður en hægt verður að kveða upp úr með það hvort slík göng séu fýsileg. Þetta eru helstu niðurstöður starfshóps sem skilaði skýrslu um málið til innviðaráðherra í dag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Starfshópurinn undir formennsku Kristínar Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðings, telur skynsamlegast að göngin myndu ná landi við bæinn Kross í Austur-Landeyjum. Þau þyrftu að liggja niður á allt að 220 metra dýpi undir sjávarmáli sökum þess hversu djúpt sé niður á fast berg milli lands og Eyja. Berglög við bæinn Kross mæla með því að þar verði gangamunni Landeyjamegin.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Nokkrir mismunandi valkostir við gerð jarðganga voru skoðaðar en niðurstaðan sú að horfa ætti til hefðbundinnar aðferðar; að bora og sprengja göngin. Kristín segir þó enn of mikla í óvissu um jarðfræðina. „Það þarf að fara í ítarlegri rannsóknir og kanna jarðlögin, í rauninni bæði þá við Heimaey og þar sem gangnamunnar verða,“ segir Kristín Skoða þurfi jarðlög, berg, misgengi og jarðhita á jarðgangaleiðum. Horft frá Heimaey til suðurstrandarinnar.Vilhelm Gunnarsson Hópurinn leggur til að unnin verði rannsókn í fjórum þrepum á jarðlögum og á hafsbotninum. Þá fyrst sé unnt að meta stofnkostnað og fýsileika jarðganga. Þrepaskipt rannsókn, með kjarnaborunum og bergmálsmælingum, er hins vegar talin kosta allt að 550 milljónir króna. „Umræðan mun örugglega halda áfram. Svarið var hvorki já né nei í skýrslunni enda var kannski ekki hægt að ætlast til þess. En ég vil undirstrika að það hefði getað orðið nei. En það er alls ekki nei,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Innviðaráðuneyti Starfshópurinn telur sýnt að ávinningur af Vestmannaeyjagöngum yrði mikill, einkum vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. Ennfremur að veggjöld gætu staðið undir kostnaði í heild eða að hluta auk þess sem rekstur ferju myndi sparast. Þannig telur starfshópurinn að veggjöld gætu skilað tveggja til þriggja milljarða króna árlegum tekjum. Þá fengist annar eins sparnaður ef ekki þyrfti að reka ferju milli lands og Eyja. Ráðherrann vill að farið verði í meiri rannsóknir. „En ávinningurinn er þvílíkur að það væri ábyrgðarhluti að gera ekkert meir. Og í mínum huga get ég bara svarað því að mér finnst eðlilegt að - við erum nú á þeim stað að það er ný ríkisstjórn væntanleg eftir næstu kosningar – þetta er verkefni sem slík ríkisstjórn þarf að taka,“ segir innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Vestmannaeyjar Rangárþing eystra Samgöngur Herjólfur Vegagerð Landeyjahöfn Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9. júní 2022 19:14 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. 27. júlí 2007 15:33 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Starfshópurinn undir formennsku Kristínar Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðings, telur skynsamlegast að göngin myndu ná landi við bæinn Kross í Austur-Landeyjum. Þau þyrftu að liggja niður á allt að 220 metra dýpi undir sjávarmáli sökum þess hversu djúpt sé niður á fast berg milli lands og Eyja. Berglög við bæinn Kross mæla með því að þar verði gangamunni Landeyjamegin.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Nokkrir mismunandi valkostir við gerð jarðganga voru skoðaðar en niðurstaðan sú að horfa ætti til hefðbundinnar aðferðar; að bora og sprengja göngin. Kristín segir þó enn of mikla í óvissu um jarðfræðina. „Það þarf að fara í ítarlegri rannsóknir og kanna jarðlögin, í rauninni bæði þá við Heimaey og þar sem gangnamunnar verða,“ segir Kristín Skoða þurfi jarðlög, berg, misgengi og jarðhita á jarðgangaleiðum. Horft frá Heimaey til suðurstrandarinnar.Vilhelm Gunnarsson Hópurinn leggur til að unnin verði rannsókn í fjórum þrepum á jarðlögum og á hafsbotninum. Þá fyrst sé unnt að meta stofnkostnað og fýsileika jarðganga. Þrepaskipt rannsókn, með kjarnaborunum og bergmálsmælingum, er hins vegar talin kosta allt að 550 milljónir króna. „Umræðan mun örugglega halda áfram. Svarið var hvorki já né nei í skýrslunni enda var kannski ekki hægt að ætlast til þess. En ég vil undirstrika að það hefði getað orðið nei. En það er alls ekki nei,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Innviðaráðuneyti Starfshópurinn telur sýnt að ávinningur af Vestmannaeyjagöngum yrði mikill, einkum vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. Ennfremur að veggjöld gætu staðið undir kostnaði í heild eða að hluta auk þess sem rekstur ferju myndi sparast. Þannig telur starfshópurinn að veggjöld gætu skilað tveggja til þriggja milljarða króna árlegum tekjum. Þá fengist annar eins sparnaður ef ekki þyrfti að reka ferju milli lands og Eyja. Ráðherrann vill að farið verði í meiri rannsóknir. „En ávinningurinn er þvílíkur að það væri ábyrgðarhluti að gera ekkert meir. Og í mínum huga get ég bara svarað því að mér finnst eðlilegt að - við erum nú á þeim stað að það er ný ríkisstjórn væntanleg eftir næstu kosningar – þetta er verkefni sem slík ríkisstjórn þarf að taka,“ segir innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Vestmannaeyjar Rangárþing eystra Samgöngur Herjólfur Vegagerð Landeyjahöfn Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9. júní 2022 19:14 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. 27. júlí 2007 15:33 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10
Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9. júní 2022 19:14
Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55
Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan. 27. júlí 2007 15:33
Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27