Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 16:35 Sakborningar Sólheimajökulsmálsins eru á annan tug og því hefur verið þéttsetinn dómsalur í Héraðdómi Reykjavíkur vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira