Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar 29. október 2024 13:47 Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun