Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar 29. október 2024 13:31 Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun