Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar 29. október 2024 13:31 Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun