Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 10:57 Allir þeir fimm sem komu við sögu í Klausturmálinu, sem kom upp 2018 og lagði undir sig umræðuna snemma árs 2019, eru nú komnir í framboð fyrir Miðflokkinn: Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. vísir/vilhelm Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá. Fyrir þá sem það ekki muna snerist Klausturmálið um fund Miðflokksmanna og tveggja þingmanna Flokks fólksins seint á árinu 2018. Málið teygði sig svo vel inn í allt árið 2019 og lagði undir sig umræðuna svo um munaði. Fundurinn fór fram á Klaustur bar, sem var við hlið Alþingishússins en á næsta borði sat Bára Halldórsdóttir öryrki, lét lítið fyrir sér fara og tók upp allt heila klabbið; það sem þeim fór á milli. Í staðinn fyrir að skammast sín bjóða þeir sig kokhraustir fram Ljóst er að viðstaddir sátu að sumbli, þeir létu allt vaða og afhenti Bára Stundinni upptökurnar sem birti og málið sprakk upp með ósköpum. Bára hlaut sínar fimmtán mínútur. Gott ef þær urðu ekki tuttugu. Málið hafði miklar afleiðingar og eftirmála. „HJÓLUM Í HELVÍTIS TÍKINA“. Afsakið dónaskapinn en þetta er ein af beinum tilvitnunum í æðstu ráðamenn þjóðarinnar, um samstarfskonu sína, menntamálaráðherra. Til upprifjunar að gefnu tilefni í aðdraganda kosninga,“ segir Helga Kress prófessor emeritus á Facebook-síðu sinni í gær. Snorri Másson lætur sér hvergi bregða þó amma hans Helga Kress sé ekki á því að rétt sé að sópa Klausturmálinu undir teppi.vísir/vilhelm/skjáskot Helga er amma Snorra Mássonar, sem stefnir ótrauður á oddvitasæti Miðflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Helga er ekki til í að gefa þeim Miðflokksmönnum sem nú sækjast eftir endurkjöri nokkurn afslátt. Og ekki lítur út fyrir að koma Snorra í Miðflokkinn hafi orðið til þess að holskefla nýrra kandídata láti sjá sig. Frambjóðendur Miðflokksins eru gamalkunnir margir hverjir. „Í staðinn fyrir að skammast sín bjóða þeir sig kokhraustir fram eins og ekkert sé, nema þá helst að það sé öðrum kenna, fatlaðri konu sem tók spakmælin upp á símann sinn, svo að ekki hafa þau farið hljótt,“ segir Helga standandi bit. Óvarlegt væri af Snorra að reikna með atkvæði ömmu sinnar. „Ég er að miða við að ná inn á þing án hennar atkvæðis,“ segir Snorri kotroskinn í samtali við Vísi. Upptökur Báru urðu til að allt fer í bál og brand Um fátt hefur verið skrifað um meira en hið svokallaða Klausturmál sem er nú um sex ára gamalt. En það er nú rifjað upp af ýmsum, ef til vill ekki síst vegna þess að Miðflokkurinn hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum og er nú þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt athugun Maskínu og er nú með 16 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu. Málið snérist ekki einungis um gróf ummæli í garð kvenna, þó mestur hávaðinn hafi verið um það. Á upptökunum má heyra Gunnar Braga tala fjálglega um það að honum hafi verið, af Sjálfstæðismönnum, lofað sendiherratign fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Washington. Miðflokkurinn hefur ekki enn gefið upp hverjir munu leiða listana í hverju kjördæmi um sig. En það er að skýrast og allir þeir sem við sögu komu í hinu umdeilda Klausturmáli vilja fram aftur. Þar er um að ræða þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, sem skipa þingflokk Miðflokksins. Aðrir sem sátu fundinn voru Gunnar Bragi Sveinsson sem hafði greinilega fengið sér vel neðan í því og svo Anna Kolbrún Árnadóttir sem nú er látin. Tveir fulltrúar Flokks fólksins voru þar einnig, þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, en tilgangur fundarins virtist sá að véla þá yfir af hálfu Miðflokksmanna. . Þeir fengu fljótlega í kjölfarið reisupassann hjá Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, og færðu sig yfir til Miðflokksins. Þeir hafa líklega ekki talið að þetta þyrfti að koma til, en þegar upptökurnar voru gerðar opinberar fór hér bókstaflega allt í bál og brand. Sigmundur Davíð ávallt talið sig fórnarlamb í málinu Karl Gauti, sem í dag er Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, greindi frá því í gær að félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi samþykkt tillögu uppstillinganefndar um framboð listans í kjördæminu: „Þar verð ég í oddvitasætinu, en með mér er vel valinn hópur fólks, Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson í baráttusætinu og margt fleira gott fólk. Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfema Suðurkjördæmi og hitta sem allra flesta á næstu vikum.“ Karl segir að þeir stefni að því að snúa stjórnmálum úr kyrrstöðu í að gangsetja fjölmörg aðkallandi verkefni. Sjálfur ætlar hann að taka sér leyfi frá störfum lögreglustjóra í Eyjum. Og Gunnar Bragi, sem líklega vill helst gleyma þessu Klausturmáli, og samkvæmt eigin frásögn man hann ekkert eftir því, er einnig í vígahug: „Kæru vinir. Ég hef ákveðið að þiggja boð kjördæmisfélags Miðflokksins um að taka baráttusæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Ég hlakka til að fara um kjördæmið sem ætíð hefur staðið nærri hjarta mínu í lífi og störfum. Hver varð svo niðurstaðan í þessu mikla máli sem skók íslenskt samfélag? Sigmundur Davíð hefur staðfastlega haldið því fram að hann væri fórnarlamb í málinu og mátt sæta því að vera fórnarlamb ólöglegra upptakna. Þingmenn Miðflokksins reyndu að sækja málið fyrir dómsstólum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Bergþór og Gunnar Bragi reyndu að koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem þeir höfðu farið ófögrum orðum um, svo sem Lilju Dögg Alfreðsdóttur sem var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á rausi þeirra. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir alþingismaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Inga Sæland fengu einnig sinn skammt. Ekki liggur fyrir hvort nokkru sinni var tekið við afsökunarbeiðninni. Íris sagðist í Silfrinu í fyrra aldrei hafa fengið afsökunarbeiðni frá Karli Gauta eða öðrum úr Klausturhópnum. Ummælin fólu í sér vanvirðingu í garð umræddra kvenna Ofsinn í þjóðarsálinni er hverfull. Svo hart var gengið fram af gagnrýnendum þeirra Klausturpilta að almenningi var farið að ofbjóða og í lokin virtist sem Miðflokkurinn væri hreinlega farinn að græða samúðarfylgi vegna málsins. Og nú fimm árum síðar fer flokkurinn með himinskautum og er orðinn næst stærsti flokkur landsins. Þeir Miðflokksmenn telja málinu lokið en Inga Sæland sagði fyrir skömmu, í Samtali Heimis Más Péturssonar, að málið væri geymt en ekki gleymt. Málinu var vísað til siðanefndar þingsins. Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, ákvað að fallast á mat siðanefndar sem taldi að þingmenn Miðflokksins ásamt þeim Karli Gauta og Ólafi Ísleifssyni, hefðu ekki brotið gegn siðareglum með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustur. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, það er að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis. Þessi klikkaða kunta En hvað var það nákvæmlega sem fór svona fyrir brjóstið á fólki? Að endingu eru hér tekin til ummæli Bergþórs og Gunnars Braga þau sem siðanefnd tók til skoðunar og eru þau útlistuð hér fyrir neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar. Víst er að Klausturmálið gleymist seint. Hafa ber í huga að þarna var Bakkus við völd og eru viðkvæmir beðnir um að ljúka lestri hér við þennan punkt. Ummæli Bergþórs: Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi: „[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“ Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.: „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“ Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“ Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason: „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“ Ummæli Gunnars Braga: Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.: „Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“ „Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“ Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Upptökur á Klaustur bar Miðflokkurinn Fréttaskýringar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. 25. október 2024 17:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Fyrir þá sem það ekki muna snerist Klausturmálið um fund Miðflokksmanna og tveggja þingmanna Flokks fólksins seint á árinu 2018. Málið teygði sig svo vel inn í allt árið 2019 og lagði undir sig umræðuna svo um munaði. Fundurinn fór fram á Klaustur bar, sem var við hlið Alþingishússins en á næsta borði sat Bára Halldórsdóttir öryrki, lét lítið fyrir sér fara og tók upp allt heila klabbið; það sem þeim fór á milli. Í staðinn fyrir að skammast sín bjóða þeir sig kokhraustir fram Ljóst er að viðstaddir sátu að sumbli, þeir létu allt vaða og afhenti Bára Stundinni upptökurnar sem birti og málið sprakk upp með ósköpum. Bára hlaut sínar fimmtán mínútur. Gott ef þær urðu ekki tuttugu. Málið hafði miklar afleiðingar og eftirmála. „HJÓLUM Í HELVÍTIS TÍKINA“. Afsakið dónaskapinn en þetta er ein af beinum tilvitnunum í æðstu ráðamenn þjóðarinnar, um samstarfskonu sína, menntamálaráðherra. Til upprifjunar að gefnu tilefni í aðdraganda kosninga,“ segir Helga Kress prófessor emeritus á Facebook-síðu sinni í gær. Snorri Másson lætur sér hvergi bregða þó amma hans Helga Kress sé ekki á því að rétt sé að sópa Klausturmálinu undir teppi.vísir/vilhelm/skjáskot Helga er amma Snorra Mássonar, sem stefnir ótrauður á oddvitasæti Miðflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Helga er ekki til í að gefa þeim Miðflokksmönnum sem nú sækjast eftir endurkjöri nokkurn afslátt. Og ekki lítur út fyrir að koma Snorra í Miðflokkinn hafi orðið til þess að holskefla nýrra kandídata láti sjá sig. Frambjóðendur Miðflokksins eru gamalkunnir margir hverjir. „Í staðinn fyrir að skammast sín bjóða þeir sig kokhraustir fram eins og ekkert sé, nema þá helst að það sé öðrum kenna, fatlaðri konu sem tók spakmælin upp á símann sinn, svo að ekki hafa þau farið hljótt,“ segir Helga standandi bit. Óvarlegt væri af Snorra að reikna með atkvæði ömmu sinnar. „Ég er að miða við að ná inn á þing án hennar atkvæðis,“ segir Snorri kotroskinn í samtali við Vísi. Upptökur Báru urðu til að allt fer í bál og brand Um fátt hefur verið skrifað um meira en hið svokallaða Klausturmál sem er nú um sex ára gamalt. En það er nú rifjað upp af ýmsum, ef til vill ekki síst vegna þess að Miðflokkurinn hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum og er nú þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt athugun Maskínu og er nú með 16 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu. Málið snérist ekki einungis um gróf ummæli í garð kvenna, þó mestur hávaðinn hafi verið um það. Á upptökunum má heyra Gunnar Braga tala fjálglega um það að honum hafi verið, af Sjálfstæðismönnum, lofað sendiherratign fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Washington. Miðflokkurinn hefur ekki enn gefið upp hverjir munu leiða listana í hverju kjördæmi um sig. En það er að skýrast og allir þeir sem við sögu komu í hinu umdeilda Klausturmáli vilja fram aftur. Þar er um að ræða þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, sem skipa þingflokk Miðflokksins. Aðrir sem sátu fundinn voru Gunnar Bragi Sveinsson sem hafði greinilega fengið sér vel neðan í því og svo Anna Kolbrún Árnadóttir sem nú er látin. Tveir fulltrúar Flokks fólksins voru þar einnig, þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, en tilgangur fundarins virtist sá að véla þá yfir af hálfu Miðflokksmanna. . Þeir fengu fljótlega í kjölfarið reisupassann hjá Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, og færðu sig yfir til Miðflokksins. Þeir hafa líklega ekki talið að þetta þyrfti að koma til, en þegar upptökurnar voru gerðar opinberar fór hér bókstaflega allt í bál og brand. Sigmundur Davíð ávallt talið sig fórnarlamb í málinu Karl Gauti, sem í dag er Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, greindi frá því í gær að félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi samþykkt tillögu uppstillinganefndar um framboð listans í kjördæminu: „Þar verð ég í oddvitasætinu, en með mér er vel valinn hópur fólks, Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson í baráttusætinu og margt fleira gott fólk. Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfema Suðurkjördæmi og hitta sem allra flesta á næstu vikum.“ Karl segir að þeir stefni að því að snúa stjórnmálum úr kyrrstöðu í að gangsetja fjölmörg aðkallandi verkefni. Sjálfur ætlar hann að taka sér leyfi frá störfum lögreglustjóra í Eyjum. Og Gunnar Bragi, sem líklega vill helst gleyma þessu Klausturmáli, og samkvæmt eigin frásögn man hann ekkert eftir því, er einnig í vígahug: „Kæru vinir. Ég hef ákveðið að þiggja boð kjördæmisfélags Miðflokksins um að taka baráttusæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Ég hlakka til að fara um kjördæmið sem ætíð hefur staðið nærri hjarta mínu í lífi og störfum. Hver varð svo niðurstaðan í þessu mikla máli sem skók íslenskt samfélag? Sigmundur Davíð hefur staðfastlega haldið því fram að hann væri fórnarlamb í málinu og mátt sæta því að vera fórnarlamb ólöglegra upptakna. Þingmenn Miðflokksins reyndu að sækja málið fyrir dómsstólum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Bergþór og Gunnar Bragi reyndu að koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem þeir höfðu farið ófögrum orðum um, svo sem Lilju Dögg Alfreðsdóttur sem var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á rausi þeirra. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir alþingismaður, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Inga Sæland fengu einnig sinn skammt. Ekki liggur fyrir hvort nokkru sinni var tekið við afsökunarbeiðninni. Íris sagðist í Silfrinu í fyrra aldrei hafa fengið afsökunarbeiðni frá Karli Gauta eða öðrum úr Klausturhópnum. Ummælin fólu í sér vanvirðingu í garð umræddra kvenna Ofsinn í þjóðarsálinni er hverfull. Svo hart var gengið fram af gagnrýnendum þeirra Klausturpilta að almenningi var farið að ofbjóða og í lokin virtist sem Miðflokkurinn væri hreinlega farinn að græða samúðarfylgi vegna málsins. Og nú fimm árum síðar fer flokkurinn með himinskautum og er orðinn næst stærsti flokkur landsins. Þeir Miðflokksmenn telja málinu lokið en Inga Sæland sagði fyrir skömmu, í Samtali Heimis Más Péturssonar, að málið væri geymt en ekki gleymt. Málinu var vísað til siðanefndar þingsins. Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, ákvað að fallast á mat siðanefndar sem taldi að þingmenn Miðflokksins ásamt þeim Karli Gauta og Ólafi Ísleifssyni, hefðu ekki brotið gegn siðareglum með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustur. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, það er að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis. Þessi klikkaða kunta En hvað var það nákvæmlega sem fór svona fyrir brjóstið á fólki? Að endingu eru hér tekin til ummæli Bergþórs og Gunnars Braga þau sem siðanefnd tók til skoðunar og eru þau útlistuð hér fyrir neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar. Víst er að Klausturmálið gleymist seint. Hafa ber í huga að þarna var Bakkus við völd og eru viðkvæmir beðnir um að ljúka lestri hér við þennan punkt. Ummæli Bergþórs: Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi: „[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“ Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.: „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“ Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“ Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason: „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“ Ummæli Gunnars Braga: Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.: „Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“ „Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“ Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Upptökur á Klaustur bar Miðflokkurinn Fréttaskýringar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. 25. október 2024 17:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. 25. október 2024 17:02