Rotaðist á marklínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 11:01 Marókkómaðurinn Youssef Benhadi hljóp slysalaust í meira en klukkutíma en rann svo á hausinn í markinu. @RUN_IX Árlegt hlaup á milli frönsku borganna Marseilles og Cassis endaði afar slysalega. Fyrstu menn í hlaupinu í ár fengu nefnilega báðir skell á marklínunni og annar þeirra mun verri skell en hinn. Hlaupið er tuttugu kílómetra hlaup á milli borganna á suðurströnd Frakklands en það hefur verið haldið frá árinu 1979. Sjö hundruð manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en nú taka þátt tólf þúsund hlauparar. Rúandamaðurinn Félicien Muhitira vann hlaupið í ár en hann rann á rassinn þegar hann kom í markið. Það var eitthvað sleipt í markinu en Muhitira slapp þó mun betur en Marókkómaðurinn Youssef Benhadi sem kom annar í mark. Benhadi flaug nefnilega bókstaflega á hausinn í markinu og tókst rota sjálfan sig á marklínunni þegar hann skall illa aftur á hnakkann. Benhadi komst fljótt til meðvitundar en slapp örugglega ekki við heilahristing. Muhitira kláraði hlaupið á einni klukkustund, einni mínútu og 38 sekúndum. Hann var talsvert á undan Benhadi sem kláraði á einni klukkustund, þremur mínútum og sextán sekúndum. Benhadi varð því ekki vitni af því þegar Muhitira flaug á hausinn og hafði því ekki hugmynd um „hálkuna“ í markinu. Hér fyrir neðan má sjá þennan slysalega endi á hlaupinu. 😳 La dramatique arrivée du Marocain Youssef Benhadi (🇲🇦) qui prend une brillante deuxième place sur la course de Marseille-Cassis malgré une chute impressionnante ! 👀 Il s’est relevé quelques secondes plus tard — et tout va bien pour lui. pic.twitter.com/kAd7KGMF83— RUN’IX (@RUN_IX) October 27, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Sjá meira
Fyrstu menn í hlaupinu í ár fengu nefnilega báðir skell á marklínunni og annar þeirra mun verri skell en hinn. Hlaupið er tuttugu kílómetra hlaup á milli borganna á suðurströnd Frakklands en það hefur verið haldið frá árinu 1979. Sjö hundruð manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en nú taka þátt tólf þúsund hlauparar. Rúandamaðurinn Félicien Muhitira vann hlaupið í ár en hann rann á rassinn þegar hann kom í markið. Það var eitthvað sleipt í markinu en Muhitira slapp þó mun betur en Marókkómaðurinn Youssef Benhadi sem kom annar í mark. Benhadi flaug nefnilega bókstaflega á hausinn í markinu og tókst rota sjálfan sig á marklínunni þegar hann skall illa aftur á hnakkann. Benhadi komst fljótt til meðvitundar en slapp örugglega ekki við heilahristing. Muhitira kláraði hlaupið á einni klukkustund, einni mínútu og 38 sekúndum. Hann var talsvert á undan Benhadi sem kláraði á einni klukkustund, þremur mínútum og sextán sekúndum. Benhadi varð því ekki vitni af því þegar Muhitira flaug á hausinn og hafði því ekki hugmynd um „hálkuna“ í markinu. Hér fyrir neðan má sjá þennan slysalega endi á hlaupinu. 😳 La dramatique arrivée du Marocain Youssef Benhadi (🇲🇦) qui prend une brillante deuxième place sur la course de Marseille-Cassis malgré une chute impressionnante ! 👀 Il s’est relevé quelques secondes plus tard — et tout va bien pour lui. pic.twitter.com/kAd7KGMF83— RUN’IX (@RUN_IX) October 27, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Sjá meira