Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. október 2024 14:47 Í þætti Eftirmála rifjar Sara upp samband sitt með Jóni stóra en frásögnin er vægast sagt sláandi. Þáttinn má sjá í heild sinni á Stöð 2+. Stöð 2 „Hann var hress og skemmtilegur og öllum fannst hann svo æðislegur. Hann var mjög góður í að tala. Hann hefði getað selt ömmu sína, hefði hann reynt það,“ segir Sara Miller, fyrrverandi kærasta Jón Hilmars Hallgrímssonar, eða Jóns stóra, sem um tíma var einn þekktasti maður landsins. Þjóðþekktur glæpamaður, bæði umtalaður og umdeildur. Sara var kærasta Jóns í þrjú ár. Hún varð að eigin sögn fyrir hrottalegu ofbeldi af hans hálfu og þurfti á endanum að flýja land. Á allra vörum Jón stóri var á allra vörum á Íslandi á árunum 2009 til 2013. Hann var þekktur fyrir að lifa og hrærast í undirheimunum, var vændur um fíkniefnasölu og handrukkanir og talaði gjarnan mjög opinskátt um fíkniefnaneyslu og glæpi sína á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlaviðtölum. Á Facebook síðu sinni veitti hann bæði almenningi og fjölmiðlum óvenjulega innsýn inn í undirheima Íslands. Hann lifði hátt og hratt og hristi verulega upp í samfélagsumræðunni. Hann lést árið 2013, 34 ára að aldri. Í þriðja þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er saga Jóns stóra rakin. Auk Söru er rætt við Daníel Rafn Guðmundsson sem var vinur Jóns, og Helga Jean Claessen sem á sínum tíma skrifaði bókina „Jóns sögu stóra.“ Þekktasti maður landsins Jón var með ýmsa dóma á bakinu; líkamsárásir, skjalafals og fyrir vörslu fíkniefna. Í þættinum er rifjað upp hvernig Jón kom fram á sjónarsviðið með hvelli á sínum tíma, eftir að víkingasveitin ruddist inni á heimili hans í Fossvoginum og greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Jón átti seinna meir eftir að mæta í fleiri viðtöl, meðal annars hjá Íslandi í dag, þar sem hann talaði hispurslaust um fíkniefna- og steranotkun sína og afbrotasögu. Þar lýsti hann sjálfum sér sem óvenjulegum einstaklingi sem færi sínar eigin leiðir og væri með „sterka réttlætiskennd.“ „Það eru allir með einhverja skoðun á mér, eða flestir. Ég hef ekki verið neinn engill í gengum tíðina. Ég ætla ekkert að segja það eða halda því fram,“ sagði Jón meðal annars í viðtalinu. Talað var um Jón stóra á kaffistofum landsins, og í öllum fjölmiðlum. Á tímabili rak hann sólbaðsstofu og seinna meir stofnaði hann fyrirtækið Innheimta og ráðgjöf, og tók að sér að innheimta skuldir fyrir einstaklinga. Daníel Rafn, vinur Jóns segir að Jón hafi í raun verið frumkvöðull í því að vera samfélagsmiðlastjarna, enda var þetta á þeim tíma þegar facebook var ryðja sér til rúms. Facebook-síðan hans var eins og fréttaveita; fólk fór þangað til að sækja sér afþreyingu og fylgjast með því sem hann var að gera. Helgi Jean Claessen, sem á sínum skrifaði bók um Jón stóra, segir að á árunum 2010 til 2012 hafi Facebook-síða Jóns verið eins og vel lesinn fjölmiðill. „Hann var óhræddur við að birta myndir, alveg sama hvort hann var að sprauta sig með sterum eða blóðugur eftir slagsmál. Þetta var svo mikill „shock factor“sem hann var að vinna með. Og hann þreifst á þessari athygli.“ Jón stóri var risa karakter, sem nánast allir á Íslandi vissu hver var.Stöð 2 Á öðrum stað í þættinum segir Helgi að Jón hafi sýnt á sér tvær ólíkar hliðar. Í einni blaðagrein var honum lýst sem „heillandi glæpamanni.“ „Það sem gerði hann rosalega sérstakan var að hann var í eina röndina með þessa ímynd; þessi harði handrukkari. En á hinn bóginn var hann rosalega opinn með alla sína vanlíðan, alla sína vankanta og bresti.“ Skelfilegar lýsingar á ofbeldi Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála voru uppi háar gagnrýnisraddir á sínum tíma varðandi Jón stóra og þá gífurlegu athygli sem hann fékk í fjölmiðlum. Líkt og bent var þá skildi hann eftir sig sviðna jörð og á bak við glæpina sem hann framdi voru raunveruleg fórnarlömb sem lifðu í sársauka. Sara Miller kynntist Jóni þegar hann rak sólbaðsstofuna Soho Sól á sínum tíma. Hún var þá 18 ára. Jón var ellefu árum eldri. „Hann var mjög þekktur, meira þekktur en ég gerði mér grein fyrir á þessum tíma. En það voru líka allir mjög hræddir við hann. Og hann var, eins og sagt er,„larger than life,“ rifjar Sara upp í þættinum. Hún lýsir því hvernig samband hennar og Jóns var gott í upphafi; Jón kom vel fyrir og var að sögn Söru yndislegur við hana og mömmu hennar. Sara hjálpaði Jóni að halda sér edrú í hálft ár, en síðan féll hann og tók aftur upp fyrra líferni. Sara segist aldrei eiga eftir að bíða þess bætur að hafa í þrjú ár verið í sambandi með Jóni stóraStöð 2 „Það var þá sem allt breyttist. Þá byrjar andlega ofbeldið, og líkamlega ofbeldið. Ég átti bara að gera eins og hann sagði, loka á fjölskyldu og vini. Ég mátti ekki tala við mömmu mína, vinir mínir hættu að tala við mig. Hann kyrkti mig einu sinni svo rosalega að ég endaði uppi á spítala, hann ætlaði bara að drepa mig. Í annað skipti tók hann mig upp á hálsinum, skellti mér á gólfið, dró mig á hárinu og sparkaði í mig, sem gerði það að verkum að ég brákaði rifbein og gat varla andað. Hann bannaði mér að fara upp á spítala. Í einhverju öðru tilfelli, þegar hann var mjög reiður, tók hann hundinn minn og henti honum yfir herbergið og sagði að ef ég myndi ekki hætta að gráta þá myndi hann drepa hundinn. Hann nauðgaði mér og lagði oft hendur á mig. Þetta eru bara nokkur af mörgum dæmum,“ segir Sara. Hún segir móður sína margoft hafa reynt að tilkynna Jón til lögreglunnar. Jón hafi hins vegar alltaf frétt af því, og því virðist henni sem hann hafi haft einhvern tengilið innan lögreglunnar sem sagði honum frá öllu. Hræðilegur tími Í þættinum rifjar Sara ennfremur upp atburðarásina sem markaði endalokin að sambandi hennar og Jóns. Jón hafði þá haldið Söru í hálfgerðri gíslingu í íbúð sinni en Söru og móður hennar tókst að gera saman áætlun um að koma henni þaðan út. Sara endaði á spítala, í taugaáfalli að eigin sögn. Þvínæst þurfti hún að flýja land. „Á þessum tíma bjó pabbi í Svíþjóð. Það var bara keyptur miði til Svíþjóðar og ég man að ég var svo hrædd við að fara því ég hafði áhyggjur af því hvað myndi gerast fyrir móður mína. Hún var alveg á því og sagðist hafa talað við lögregluna og þeir myndu passa hana og allt þetta. Ég þyrfti bara að koma mér í burtu. Ég fékk lögreglufylgd alla leið inn í vél. Og um leið og mamma kom heim til sín var einn af þessum strákum sem gerðu hvað sem Jón sagði, mættur þangað til að sækja mig. Þá sagði hún náttúrulega bara: „Sorrý, hún er ekki hér, hún er farin úr landi“,“ segir Sara. Í kjölfarið þurfti hún að loka öllum samfélagsmiðlum til að Jón næði ekki í hana. Sara er í dag orðin 35 ára gömul og hún segist aldrei eiga eftir að bíða þess bætur að hafa í þrjú ár verið í sambandi með Jóni stóra. Þessi tími var að hennar sögn „hræðilegur.“ Fagnaði andlátinu Í júní árið 2013 birtist frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Jón Hilmar Hallgrímsson látinn.“ „Það skrítna var að þetta kom engum á óvart. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara fíknin, og eiturlyfin sem taka hann,“ segir Daníel Rafn í þættinum. Undir lok þáttarins rifjar Sara upp augnablikið þegar hún fékk þær fréttir að Jón væri látinn, og hún fagnaði því. „Ég veit að það er ljótt að segja þetta, en eftir það sem ég gekk í gegnum þá hafði ég engar góðar hugsanir gagnvart þessum manni. Hann bókstaflega eyðilagði líf mitt. Hann náttúrulega fæddist ekki sem vondur maður. En það var þessi fíkniefnaneysla sem virkilega skemmdi hann og gerði hann að allt öðrum manni. Sem er auðvitað bara mjög sorglegt. Því ég veit að honum þótti mjög vænt um fjölskylduna sína og þetta var mjög erfitt fyrir þau,“ segir Sara og bætir við á öðrum stað: „Þegar ég var að rifja upp ýmislegt áður en ég kom hingað þá fékk ég illt í hjartað. Bara við að tala um þetta núna er ég að reyna að gráta ekki. Þannig að..…þetta hefur rosalega áhrif.“ Þriðja þátt Eftirmála þar sem fjallað er um Jón stóra má sjá á Stöð 2 plús. Eftirmál Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóns stóra Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sara var kærasta Jóns í þrjú ár. Hún varð að eigin sögn fyrir hrottalegu ofbeldi af hans hálfu og þurfti á endanum að flýja land. Á allra vörum Jón stóri var á allra vörum á Íslandi á árunum 2009 til 2013. Hann var þekktur fyrir að lifa og hrærast í undirheimunum, var vændur um fíkniefnasölu og handrukkanir og talaði gjarnan mjög opinskátt um fíkniefnaneyslu og glæpi sína á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlaviðtölum. Á Facebook síðu sinni veitti hann bæði almenningi og fjölmiðlum óvenjulega innsýn inn í undirheima Íslands. Hann lifði hátt og hratt og hristi verulega upp í samfélagsumræðunni. Hann lést árið 2013, 34 ára að aldri. Í þriðja þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er saga Jóns stóra rakin. Auk Söru er rætt við Daníel Rafn Guðmundsson sem var vinur Jóns, og Helga Jean Claessen sem á sínum tíma skrifaði bókina „Jóns sögu stóra.“ Þekktasti maður landsins Jón var með ýmsa dóma á bakinu; líkamsárásir, skjalafals og fyrir vörslu fíkniefna. Í þættinum er rifjað upp hvernig Jón kom fram á sjónarsviðið með hvelli á sínum tíma, eftir að víkingasveitin ruddist inni á heimili hans í Fossvoginum og greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Jón átti seinna meir eftir að mæta í fleiri viðtöl, meðal annars hjá Íslandi í dag, þar sem hann talaði hispurslaust um fíkniefna- og steranotkun sína og afbrotasögu. Þar lýsti hann sjálfum sér sem óvenjulegum einstaklingi sem færi sínar eigin leiðir og væri með „sterka réttlætiskennd.“ „Það eru allir með einhverja skoðun á mér, eða flestir. Ég hef ekki verið neinn engill í gengum tíðina. Ég ætla ekkert að segja það eða halda því fram,“ sagði Jón meðal annars í viðtalinu. Talað var um Jón stóra á kaffistofum landsins, og í öllum fjölmiðlum. Á tímabili rak hann sólbaðsstofu og seinna meir stofnaði hann fyrirtækið Innheimta og ráðgjöf, og tók að sér að innheimta skuldir fyrir einstaklinga. Daníel Rafn, vinur Jóns segir að Jón hafi í raun verið frumkvöðull í því að vera samfélagsmiðlastjarna, enda var þetta á þeim tíma þegar facebook var ryðja sér til rúms. Facebook-síðan hans var eins og fréttaveita; fólk fór þangað til að sækja sér afþreyingu og fylgjast með því sem hann var að gera. Helgi Jean Claessen, sem á sínum skrifaði bók um Jón stóra, segir að á árunum 2010 til 2012 hafi Facebook-síða Jóns verið eins og vel lesinn fjölmiðill. „Hann var óhræddur við að birta myndir, alveg sama hvort hann var að sprauta sig með sterum eða blóðugur eftir slagsmál. Þetta var svo mikill „shock factor“sem hann var að vinna með. Og hann þreifst á þessari athygli.“ Jón stóri var risa karakter, sem nánast allir á Íslandi vissu hver var.Stöð 2 Á öðrum stað í þættinum segir Helgi að Jón hafi sýnt á sér tvær ólíkar hliðar. Í einni blaðagrein var honum lýst sem „heillandi glæpamanni.“ „Það sem gerði hann rosalega sérstakan var að hann var í eina röndina með þessa ímynd; þessi harði handrukkari. En á hinn bóginn var hann rosalega opinn með alla sína vanlíðan, alla sína vankanta og bresti.“ Skelfilegar lýsingar á ofbeldi Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála voru uppi háar gagnrýnisraddir á sínum tíma varðandi Jón stóra og þá gífurlegu athygli sem hann fékk í fjölmiðlum. Líkt og bent var þá skildi hann eftir sig sviðna jörð og á bak við glæpina sem hann framdi voru raunveruleg fórnarlömb sem lifðu í sársauka. Sara Miller kynntist Jóni þegar hann rak sólbaðsstofuna Soho Sól á sínum tíma. Hún var þá 18 ára. Jón var ellefu árum eldri. „Hann var mjög þekktur, meira þekktur en ég gerði mér grein fyrir á þessum tíma. En það voru líka allir mjög hræddir við hann. Og hann var, eins og sagt er,„larger than life,“ rifjar Sara upp í þættinum. Hún lýsir því hvernig samband hennar og Jóns var gott í upphafi; Jón kom vel fyrir og var að sögn Söru yndislegur við hana og mömmu hennar. Sara hjálpaði Jóni að halda sér edrú í hálft ár, en síðan féll hann og tók aftur upp fyrra líferni. Sara segist aldrei eiga eftir að bíða þess bætur að hafa í þrjú ár verið í sambandi með Jóni stóraStöð 2 „Það var þá sem allt breyttist. Þá byrjar andlega ofbeldið, og líkamlega ofbeldið. Ég átti bara að gera eins og hann sagði, loka á fjölskyldu og vini. Ég mátti ekki tala við mömmu mína, vinir mínir hættu að tala við mig. Hann kyrkti mig einu sinni svo rosalega að ég endaði uppi á spítala, hann ætlaði bara að drepa mig. Í annað skipti tók hann mig upp á hálsinum, skellti mér á gólfið, dró mig á hárinu og sparkaði í mig, sem gerði það að verkum að ég brákaði rifbein og gat varla andað. Hann bannaði mér að fara upp á spítala. Í einhverju öðru tilfelli, þegar hann var mjög reiður, tók hann hundinn minn og henti honum yfir herbergið og sagði að ef ég myndi ekki hætta að gráta þá myndi hann drepa hundinn. Hann nauðgaði mér og lagði oft hendur á mig. Þetta eru bara nokkur af mörgum dæmum,“ segir Sara. Hún segir móður sína margoft hafa reynt að tilkynna Jón til lögreglunnar. Jón hafi hins vegar alltaf frétt af því, og því virðist henni sem hann hafi haft einhvern tengilið innan lögreglunnar sem sagði honum frá öllu. Hræðilegur tími Í þættinum rifjar Sara ennfremur upp atburðarásina sem markaði endalokin að sambandi hennar og Jóns. Jón hafði þá haldið Söru í hálfgerðri gíslingu í íbúð sinni en Söru og móður hennar tókst að gera saman áætlun um að koma henni þaðan út. Sara endaði á spítala, í taugaáfalli að eigin sögn. Þvínæst þurfti hún að flýja land. „Á þessum tíma bjó pabbi í Svíþjóð. Það var bara keyptur miði til Svíþjóðar og ég man að ég var svo hrædd við að fara því ég hafði áhyggjur af því hvað myndi gerast fyrir móður mína. Hún var alveg á því og sagðist hafa talað við lögregluna og þeir myndu passa hana og allt þetta. Ég þyrfti bara að koma mér í burtu. Ég fékk lögreglufylgd alla leið inn í vél. Og um leið og mamma kom heim til sín var einn af þessum strákum sem gerðu hvað sem Jón sagði, mættur þangað til að sækja mig. Þá sagði hún náttúrulega bara: „Sorrý, hún er ekki hér, hún er farin úr landi“,“ segir Sara. Í kjölfarið þurfti hún að loka öllum samfélagsmiðlum til að Jón næði ekki í hana. Sara er í dag orðin 35 ára gömul og hún segist aldrei eiga eftir að bíða þess bætur að hafa í þrjú ár verið í sambandi með Jóni stóra. Þessi tími var að hennar sögn „hræðilegur.“ Fagnaði andlátinu Í júní árið 2013 birtist frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Jón Hilmar Hallgrímsson látinn.“ „Það skrítna var að þetta kom engum á óvart. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara fíknin, og eiturlyfin sem taka hann,“ segir Daníel Rafn í þættinum. Undir lok þáttarins rifjar Sara upp augnablikið þegar hún fékk þær fréttir að Jón væri látinn, og hún fagnaði því. „Ég veit að það er ljótt að segja þetta, en eftir það sem ég gekk í gegnum þá hafði ég engar góðar hugsanir gagnvart þessum manni. Hann bókstaflega eyðilagði líf mitt. Hann náttúrulega fæddist ekki sem vondur maður. En það var þessi fíkniefnaneysla sem virkilega skemmdi hann og gerði hann að allt öðrum manni. Sem er auðvitað bara mjög sorglegt. Því ég veit að honum þótti mjög vænt um fjölskylduna sína og þetta var mjög erfitt fyrir þau,“ segir Sara og bætir við á öðrum stað: „Þegar ég var að rifja upp ýmislegt áður en ég kom hingað þá fékk ég illt í hjartað. Bara við að tala um þetta núna er ég að reyna að gráta ekki. Þannig að..…þetta hefur rosalega áhrif.“ Þriðja þátt Eftirmála þar sem fjallað er um Jón stóra má sjá á Stöð 2 plús.
Eftirmál Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóns stóra Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira