„Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 19:02 Arnar Gunnlaugsson eftir leikinn á sunnudag. Stöð 2 Sport Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ánægður með að lið hans sé ekki komið í frí eftir tap gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta. Víkingar eiga að lágmarki eftir fjóra leiki í Sambandsdeild Evrópu á leiktíðinni og vilja nota þá til að hrista tapið gegn Blikum af sér. Breiðablik varð í gær, sunnudag, Íslandsmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Víkingum í því sem var úrslitaleikur um titilinn. Arnar var í leikbanni í leiknum og gat því ekki verið á hliðarlínunni. Hann horfði á leikinn úr gömlu blaðamannastúkunni á Víkingsvellinum og sagði þá tilfinningu ekki hafa verið „næs.“ Þá óskaði hann Blikum nær og fjær innilega til hamingju með titilinn. „Að koma hingað og vinna okkar lið á okkar sterka heimavelli 3-0 er virkilega öflugt. Það er svo þægilegt að hafa sagt það í mörg ár að besta liðið verður alltaf Íslandsmeistari og Blikarnir eru vel að sigrinum komnir,“ sagði Arnar beint eftir leik en viðtalið í heild sinni má finna neðar í fréttinni. „Stöngin út fyrir okkur“ „Mér fannst þetta stál í stál og skemmtilegur leikur þannig séð í fyrri hálfleik. Það var svo mikil barátta, læti og það stefndi allt í 0-0 í hálfleik. Svo skora þeir gott mark, slæmt mark frá okkar sjónarhorni. Í seinni hálfleik fannst mér þetta detta aðeins meira fyrir þá, var stöngin út fyrir okkur. Var ekki okkar dagur en ég vonast samt til að fólk tali vel um okkur í sumar.“ „Þetta er búið að vera virkilega gott sumar og það er ekki enn búið. Við reyndum okkar besta á öllum vígstöðum en því miður gekk það ekki upp,“ bætti Arnar við en Víkingar töpuðu einnig úrslitaleik Mjólkurbikarsins fyrr á leiktíðinni. Bikar sem þeir hafa einokað undnafarin ár. „Mjög sárt en svona er þetta“ „Það vantaði að ná þessu marki inn til að láta þá aðeins efast en markið kom aldrei. Þeir nýttu sín augnablik ótrúlega vel, eins og þeir hafa gert í allt sumar. Hafa sýnt gríðarlegan karakter og eru mjög vel þjálfað lið. Dóri (Halldór Árnason) á heiður skilinn fyrir þennan frábæra árangur.“ „Hvað okkur varðar þá reynum við að vera þarna uppi á hverju einasta ári. Íþróttir eru þannig að stundum vinnur þú og stundum vinnur þú ekki. Ef þú tapar þá tekur þú gagnrýni með bros á vör og reynir að gera betur næst og mæta sterkari til leiks.“ „Þetta mun svíða í einhverja daga, eins og það á að gera. Það er hljóðlátur klefinn núna, aldrei verið í klefa sem tapar leik eða titlum og það er bullandi stemmning. Þetta er mjög sárt en svona er þetta.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Svekktur Arnar: „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ „Maður fékk gæsahúð fyrir leikinn“ „Þetta var ótrúlega flottur leikur upp á umgjörðina að gera. Frábær stemmning og maður fékk gæsahúð fyrir leikinn. Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið hjá okkur, í raun og veru í allt sumar. Mikil dramatík í þessum leikjum hjá okkur og maður var að vonast eftir þess vegna að ná inn fyrsta markinu og rífa upp stemmninguna enn þá frekar. það gekk ekki eftir núna, kannski rann heppnin út í kvöld.“ Tímabilið er ekki búið hjá Víkingum sem eru í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Sem betur fer, það hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið núna og maður væri kominn í frí. Sem betur fer eru hörkuleikir framundan þar sem við ætlum okkur að komast í umspilssæti. Ef við vinnum Borac í næstu umferð þá galopnast þeir möguleikar þannig að við megum vorkenna sjálfum okkur í nokkra daga en svo þarf bara fullan fókus á næsta verkefni.“ Að lokum var Arnar spurður hvort hann myndi enn vera við stjórnvölin í Víkinni þegar Íslandsmótið 2025 myndi hefjast. „Þetta er frábær spurning,“ sagði Arnar og hló. „Samningurinn minn segir til um eitt ár í viðbót og ég ætla mér að virða hann. Hafandi verið í fótbolta í næstum 50 ár þá geta hlutirnir breyst ansi fljótt en eins og staðan er í dag er svarið já.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
Breiðablik varð í gær, sunnudag, Íslandsmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Víkingum í því sem var úrslitaleikur um titilinn. Arnar var í leikbanni í leiknum og gat því ekki verið á hliðarlínunni. Hann horfði á leikinn úr gömlu blaðamannastúkunni á Víkingsvellinum og sagði þá tilfinningu ekki hafa verið „næs.“ Þá óskaði hann Blikum nær og fjær innilega til hamingju með titilinn. „Að koma hingað og vinna okkar lið á okkar sterka heimavelli 3-0 er virkilega öflugt. Það er svo þægilegt að hafa sagt það í mörg ár að besta liðið verður alltaf Íslandsmeistari og Blikarnir eru vel að sigrinum komnir,“ sagði Arnar beint eftir leik en viðtalið í heild sinni má finna neðar í fréttinni. „Stöngin út fyrir okkur“ „Mér fannst þetta stál í stál og skemmtilegur leikur þannig séð í fyrri hálfleik. Það var svo mikil barátta, læti og það stefndi allt í 0-0 í hálfleik. Svo skora þeir gott mark, slæmt mark frá okkar sjónarhorni. Í seinni hálfleik fannst mér þetta detta aðeins meira fyrir þá, var stöngin út fyrir okkur. Var ekki okkar dagur en ég vonast samt til að fólk tali vel um okkur í sumar.“ „Þetta er búið að vera virkilega gott sumar og það er ekki enn búið. Við reyndum okkar besta á öllum vígstöðum en því miður gekk það ekki upp,“ bætti Arnar við en Víkingar töpuðu einnig úrslitaleik Mjólkurbikarsins fyrr á leiktíðinni. Bikar sem þeir hafa einokað undnafarin ár. „Mjög sárt en svona er þetta“ „Það vantaði að ná þessu marki inn til að láta þá aðeins efast en markið kom aldrei. Þeir nýttu sín augnablik ótrúlega vel, eins og þeir hafa gert í allt sumar. Hafa sýnt gríðarlegan karakter og eru mjög vel þjálfað lið. Dóri (Halldór Árnason) á heiður skilinn fyrir þennan frábæra árangur.“ „Hvað okkur varðar þá reynum við að vera þarna uppi á hverju einasta ári. Íþróttir eru þannig að stundum vinnur þú og stundum vinnur þú ekki. Ef þú tapar þá tekur þú gagnrýni með bros á vör og reynir að gera betur næst og mæta sterkari til leiks.“ „Þetta mun svíða í einhverja daga, eins og það á að gera. Það er hljóðlátur klefinn núna, aldrei verið í klefa sem tapar leik eða titlum og það er bullandi stemmning. Þetta er mjög sárt en svona er þetta.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Svekktur Arnar: „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ „Maður fékk gæsahúð fyrir leikinn“ „Þetta var ótrúlega flottur leikur upp á umgjörðina að gera. Frábær stemmning og maður fékk gæsahúð fyrir leikinn. Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið hjá okkur, í raun og veru í allt sumar. Mikil dramatík í þessum leikjum hjá okkur og maður var að vonast eftir þess vegna að ná inn fyrsta markinu og rífa upp stemmninguna enn þá frekar. það gekk ekki eftir núna, kannski rann heppnin út í kvöld.“ Tímabilið er ekki búið hjá Víkingum sem eru í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Sem betur fer, það hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið núna og maður væri kominn í frí. Sem betur fer eru hörkuleikir framundan þar sem við ætlum okkur að komast í umspilssæti. Ef við vinnum Borac í næstu umferð þá galopnast þeir möguleikar þannig að við megum vorkenna sjálfum okkur í nokkra daga en svo þarf bara fullan fókus á næsta verkefni.“ Að lokum var Arnar spurður hvort hann myndi enn vera við stjórnvölin í Víkinni þegar Íslandsmótið 2025 myndi hefjast. „Þetta er frábær spurning,“ sagði Arnar og hló. „Samningurinn minn segir til um eitt ár í viðbót og ég ætla mér að virða hann. Hafandi verið í fótbolta í næstum 50 ár þá geta hlutirnir breyst ansi fljótt en eins og staðan er í dag er svarið já.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira