Samfylkingin er Evrópuflokkur Hörður Filippusson skrifar 28. október 2024 14:17 Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun