Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. október 2024 13:46 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst, rýnir í glóðvolga könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Vísir/Vilhelm Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01