Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 28. október 2024 14:02 Pétur Pétursson á hliðarlínunni sem þjálfari Vals Vísir/Ernir Eyjólfsson Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira