Óhæfur leiðtogi? Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 28. október 2024 06:45 Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess. Mér finnst ótrúlegt að leiðtogi vinsælustu stjórnmálahreyfingar landsins sé tilbúin til þess að ráðast á meðlim innan sinnar eigin hreyfingar með því að tala um hann eins og fulla frændann í matarboðinu sem má ekki skilja út undan. Kristrún hefur hér með lýst því yfir að hún sé full fær til þess að leysa öll vandamál íslenska lýðveldisins án utanaðkomandi aðstoðar. Og að fólkið sem situr á lista með henni sé ekkert annað en fylgihlutir sem hún hyggst skreyta alþingissalinn með til þess að tryggja að hún fái andrými til þess að leysa vandamál þjóðarinnar með skattahækkunum og stórauknum ríkisútgjöldum. Kristrún hefur hér með sýnt hver sé hennar raunverulegi karakter. Hún er ekki leiðtogi heldur stjórnandi sem er ekki tilbúin til að verja fólkið sitt heldur velur frekar að henda því undir rútuna þegar á móti blæs. Aldrei hefði mér dottið í hug að andlegur leiðtogi jafnaðarstefnunnar myndi kasta einum af lærisveinum sínum undir rútuna til að tryggja eigin frama. Það er þó auðvelt að skilja hennar afstöðu í garð Dags B. Eggertssonar því að flest deilum við henni. Það er enginn sem hvorki vill né getur varið hans störf í borgarstjórn. En það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að þeirra nálgun á opinberan rekstur er ekki svo ólík. Bæði tvö vilja leita „nýrra“ leiða til að afla tekna fyrir hið opinbera. Bæði tvö telja sig vera að leiða byltingarkennda baráttu gegn íhaldinu í von um að skapa einskonar ríkisstýrða paradís sem fjármagna á með annarra manna fé. Það er nefnilega þannig að margir eru ósáttir við það sem birtist í speglinum. Ég er ekki tilbúinn til þess að veita þeirri manneskju umboð til þess að leiða þjóðina sem virðist ófær um að leiða sinn eigin flokk. Alvöru leiðtogi tekur upp hanskann fyrir sitt fólk eða að minnsta kosti baktalar það ekki þegar einhver lýsir yfir óhamingju með það. Ef niðurstöður kannana verða að veruleika þá er ekki lengur nóg að flýja borgina til að komast undan Dags-birtunni. Höfundur er stjórnarmeðlimur SUS
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun