Um blöndun menningarheima Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. október 2024 08:02 Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Fjölmenning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun