Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 18:07 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira