Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 14:16 Nú um helgina er ár liðið frá því að landris hófst í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04