Hvað með afköst ríkisins? Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 25. október 2024 12:02 Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun