Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 25. október 2024 10:32 Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun