„Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 21:14 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. „Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
„Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira