„Það þarf að gerast og það er það sem við erum að stefna að,“ segir Njáll Trausti.
Nefndin tekur við miklum fjölda umsagna um fjárlögin og tekur einhverja á sinn fund til að ræða betur. Njáll Trausti segir ljóst að færri muni fara fyrir nefnd en undir eðlilegum kringumstæðum.
„Við vorum að taka síðustu umsagnaraðila á fund í dag,“ segir Njáll Trausti.
Hann segir nefndarmenn, og aðra þingmenn, finna til mikillar ábyrgðar og vilji ljúka þessu verkefni fyrir kosningar.
„Það er meginverkefnið. En stóra málið er að klára fjárlögin fyrir kosningar því það skapar töluverð vandamál ef við förum eftir kosningar í fjárlögin. Þá væntanlega tekst ekki að klára þau á þeim litla tíma sem verður eftir fram að áramótum,“ segir Njáll Trausti. Það sé því mikið í húfi.
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Njál Trausta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að því loknu fór hún yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni. Nánar hér að neðan.