Fjölmennar kvennastéttir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 24. október 2024 14:01 Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Frambjóðandi menntaði sig inn í tvær kvennastéttir sem sinna mikilvægum störfum, sjúkraliðar og kennarar. Báðar þessar stéttir þiggja lág laun fyrir störf sín þegar horft er til meðallauna í landinu. Alþjóð veit það. Kjarabarátta kennara stendur yfir. Krafan er, að staðið sé við gefið loforð þegar lífeyrisréttindi milli markaða var jafnaður. Báðar stéttirnar starfa undir miklu álagi, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru mikilvægar í þjóðfélaginu, hvor á sínum vettvangi. Báðar stéttirnar eru að mestu skipaðar konum. Báðar stéttirnar glíma við nýliðunarvanda sem þarf að leysa. Báðar stéttirnar vilja gjarnan fleiri karlmenn í fagið. Þjóðin eldist og því verður sjúkraliðastéttin mikilvægari með hverju ári sem líður. Krafa er uppi um að byggja fleiri öldrunarheimili, gott svo langt sem það nær. Formaður eldri borgarar Helgi Pétursson sagði í viðtali að bygging öldrunarheimilis á Húsavík kosti um 80 milljarða. Velta má fyrir sér hvort ekki sé lagt of mikið í umbúðirnar. Öldrunarheimili eiga að vera einföld í smíðum og ódýr. Það sem er innandyra á hins vegar að vera það sem skiptir meira máli. Þá er ég að tala um búnað og fólkið sem vinnur á heimilinu. Í dag eru því miður alltof fáir sjúkraliðar eða faglærðir að stöfum á öldrunarheimilum. Vinnan er líkamlega erfið enda öldungarnir sem þar búa oft veikburða og þurfa mikla aðstoð. Heimilið þarf að vera búið öllum nýjustu tækjum til að gera íbúum lífið léttara og auðvelda hjúkrunina. Lýðræðisflokkurinn bendir á að ,,Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila.“ Lendi þjóðin á þeim stað að ríkisvaldið geti ekki tryggt þeim sem þurfa á þjónustunni að halda verður að skoða aðrar leiðir. Eitt er víst, þessum hópi þarf að sinna betur. Það er ekki nóg að krefjast nýrra öldrunarheimila, við verðum að hafa mannskap til að vinna þar. Varla er það meining þeirra sem hafa uppi hróp um að byggja þurfi fleiri öldrunarheimili að útlendingar, að þeim ólöstuðum, sinni störfunum og hafa jafnvel ekki getu til að tala íslensku við öldunga landsins. Þarf ekki að byrja í réttri röð? Þeir sem reka öldrunarheimili í dag ættu að sjá sóma sinn í að ráða tungumálakennara til að kenna útlendingum sem þar starfa íslensku til að notað í samskiptum við íbúa. Þegar tungumálakennari er ráðinn er um sérfræðing í kennslu tungumála að ræða, kann til verka. Hér er verið að tala um einföld samskipti eins og að bjóða góðan daginn, má bjóða þér kaffi, get ég aðstoðað þig, o.s.frv. Það hryggir hvern aðstandenda að sitja hjá sínum ástvini þegar starfsmaður kemur inn og býður honum kaffi á ensku. Getum við ekki gert betur? Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun