Hvernig samfélag? Egill Rúnar Sigurðsson skrifar 24. október 2024 13:31 Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun