Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 11:26 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á verkstað við Vaðöldu í gær. Landsvirkjun Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar hafi komið saman á verkstað í gær. Segir að á svæðinu sé jarðvegsvinna hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að það sé mikið fagnaðarefni að framkvæmdir séu hafnar við Búrfellslund. „Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir aukna endurnýjanlega orku til að mæta vexti samfélagsins og bæta raforkuöryggi. Þetta er heillaskref í sögu þjóðarinnar og gott að sjá hversu vel hefur verið vandað til verka hjá Landsvirkjun í þessu verkefni.“ Þá er haft eftir sveitarstjóra Rangárþings ytra, Jóni G. Valgeirssyni, að það hafi verið gaman að verða vitni að þessum merku tímamótum í Íslandssögunni. „Hér hjá okkur mun fyrsti hluti þessarar þriðju stoðar orkukerfisins rísa.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is. Tímabært að hefjast handa Í tilkynningunni segir að búið sé að velja vindmylluframleiðanda eftir útboð á fyrri hluta árs. „Verið er að ganga frá samningum og verður tilkynnt hvaða framleiðandi átti hagstæðasta tilboðið á næstu dögum. Vindmyllurnar verða reistar á árunum 2026 og 2027 og verður fyrri hluti vindorkuversins gangsettur haustið 2026.“ Þá er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að hann fagni því að þetta mikla nýframkvæmdatímabil hjá fyrirtækinu sé hafið. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá hjólin vera farin að snúast hér á Þjórsár-Tungnaársvæðinu þar sem umfangsmiklar framkvæmdir verða næstu árin. Það er ekki bara bygging vindorkuversins hér við Vaðöldu heldur er líka um að ræða byggingu Hvammsvirkjunar og stækkun Sigölduvirkjunar. Undirbúningur þessara verkefna hefur staðið áratugum saman og tímabært að hefjast handa,“ segir Hörður. Vindorkuver í Búrfellslundi Rangárþing ytra Orkumál Vindorka Landsvirkjun Tengdar fréttir Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39 Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar hafi komið saman á verkstað í gær. Segir að á svæðinu sé jarðvegsvinna hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að það sé mikið fagnaðarefni að framkvæmdir séu hafnar við Búrfellslund. „Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir aukna endurnýjanlega orku til að mæta vexti samfélagsins og bæta raforkuöryggi. Þetta er heillaskref í sögu þjóðarinnar og gott að sjá hversu vel hefur verið vandað til verka hjá Landsvirkjun í þessu verkefni.“ Þá er haft eftir sveitarstjóra Rangárþings ytra, Jóni G. Valgeirssyni, að það hafi verið gaman að verða vitni að þessum merku tímamótum í Íslandssögunni. „Hér hjá okkur mun fyrsti hluti þessarar þriðju stoðar orkukerfisins rísa.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is. Tímabært að hefjast handa Í tilkynningunni segir að búið sé að velja vindmylluframleiðanda eftir útboð á fyrri hluta árs. „Verið er að ganga frá samningum og verður tilkynnt hvaða framleiðandi átti hagstæðasta tilboðið á næstu dögum. Vindmyllurnar verða reistar á árunum 2026 og 2027 og verður fyrri hluti vindorkuversins gangsettur haustið 2026.“ Þá er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að hann fagni því að þetta mikla nýframkvæmdatímabil hjá fyrirtækinu sé hafið. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá hjólin vera farin að snúast hér á Þjórsár-Tungnaársvæðinu þar sem umfangsmiklar framkvæmdir verða næstu árin. Það er ekki bara bygging vindorkuversins hér við Vaðöldu heldur er líka um að ræða byggingu Hvammsvirkjunar og stækkun Sigölduvirkjunar. Undirbúningur þessara verkefna hefur staðið áratugum saman og tímabært að hefjast handa,“ segir Hörður.
Vindorkuver í Búrfellslundi Rangárþing ytra Orkumál Vindorka Landsvirkjun Tengdar fréttir Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39 Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39
Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04