Að geta fundið til með börnum: Heildstæð nálgun í skólakerfinu Inga Sigrún Atladóttir skrifar 24. október 2024 10:31 Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun