Að geta fundið til með börnum: Heildstæð nálgun í skólakerfinu Inga Sigrún Atladóttir skrifar 24. október 2024 10:31 Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun