Vipers stjörnurnar tjá sig: „Þetta hefur verið rússíbani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2024 10:00 Þrátt fyrir að vera orðin 44 ára er Katrine Lunde enn einn besti markvörður heims. getty/Hector Vivas Norsku landsliðsmarkverðirnir Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel segja að síðustu dagar hafi verið erfiðir. Félagi þeirra, Vipers Kristiansand, var bjargað frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar. Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar.
Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira