Vipers stjörnurnar tjá sig: „Þetta hefur verið rússíbani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2024 10:00 Þrátt fyrir að vera orðin 44 ára er Katrine Lunde enn einn besti markvörður heims. getty/Hector Vivas Norsku landsliðsmarkverðirnir Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel segja að síðustu dagar hafi verið erfiðir. Félagi þeirra, Vipers Kristiansand, var bjargað frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar. Norski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar.
Norski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti