Vipers stjörnurnar tjá sig: „Þetta hefur verið rússíbani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2024 10:00 Þrátt fyrir að vera orðin 44 ára er Katrine Lunde enn einn besti markvörður heims. getty/Hector Vivas Norsku landsliðsmarkverðirnir Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel segja að síðustu dagar hafi verið erfiðir. Félagi þeirra, Vipers Kristiansand, var bjargað frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar. Norski handboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar.
Norski handboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira