Raunheimar Suðurnesja Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 24. október 2024 08:32 Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjanesbær Suðurkjördæmi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun