Ragnar Þór Ingólfsson afhjúpar veikan blett Sigurjón Þórðarson skrifar 24. október 2024 07:45 Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar, nema Flokkur fólksins, hafa látið hjá líða eða jafnvel stutt og réttlætt, þar á meðal Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar harkalega á hag heimila og fyrirtækja, en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú rúmlega 60% hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðinn innifalinn. Það kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar ráðist á framboð Ragnars Þórs, fyrst og fremst fyrir að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofurgróða bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni, meðal annars formanns Rafiðnaðarsambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins: að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið, og bregðast til varnar ef þeim er ógnað. Því miður virðist engin breyting verða þar á, ef litið er til þeirra frambjóðenda sem hafa raðast í efstu sæti flokksins. Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið, á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raðað sér í efstu sætin. Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins. Með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar, nema Flokkur fólksins, hafa látið hjá líða eða jafnvel stutt og réttlætt, þar á meðal Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar harkalega á hag heimila og fyrirtækja, en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú rúmlega 60% hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðinn innifalinn. Það kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar ráðist á framboð Ragnars Þórs, fyrst og fremst fyrir að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofurgróða bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni, meðal annars formanns Rafiðnaðarsambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins: að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið, og bregðast til varnar ef þeim er ógnað. Því miður virðist engin breyting verða þar á, ef litið er til þeirra frambjóðenda sem hafa raðast í efstu sæti flokksins. Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið, á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raðað sér í efstu sætin. Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins. Með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun