Ómissandi fjársjóður! Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. október 2024 07:16 Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun