Frægir í framboð Reynir Böðvarsson skrifar 23. október 2024 21:32 Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun