Ekki fleiri tímabundna plástra Karólína Helga Símonardóttir skrifar 23. október 2024 14:31 Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að við erum enn þá, árið 2024 að slökkva elda í staðin fyrir að styrkja forvarnir? Mér finnst ég svolítið hafa nefnt þetta oft á síðustu 10 árum, en það hefur lítið gerst í samfélaginu. Jú nema einhver ný hugtök litið dagsins ljós og kannski ein og ein skýrsla. Forvarnir gleymast alltof oft þegar fjármunum er deilt.En það að fjárfesta í forvörnum þá er verið að fjárfesta í ávinningi, t.d. náum við að koma í veg fyrir vandamál og búum þannig til heilbrigðari, öruggari og sjálfbærari samfélög. Í hugmyndafræði fyrirtækja eru oft nokkrir punktar taldir upp sem ákveðin rauð flögg T.d. „Mikið áreiti skapast við að vera ítrekað að slökkva elda, en fá svo sömu vandamál aftur upp í hendurnar.” Það er í rauninni allt of algengt hjá ríki og sveitarfélögum að þar sé viðhöfð sú aðferðafræði að kaupa sér tíma með “tímabundnum plástrum” í stað þess að fjárfesta í farsælum, langtíma lausnum til þess að leysa rót vandans. Forvarnir geta verið að ýmsum toga en ef við horfum til menntastofnana samfélagsins og félagslegra forvarna þá er margt sem stjórnvöld geta gert betur. Í menntun felur það í sér snemmtæka íhlutun sem og fleiri þætti í námi og kennslu. Það að geta greint og tekist á við vandamál snemma þá er hægt að koma í veg fyrir stærri fræðileg og félagsleg vandamál síðar. Það að geta gripið nemandann og aðstoðað hann í gegnum hindranir, kennir nemandanum einnig að takast á við hindranir í lífinu seinna meir. ….En….. Það þarf að vera rými fyrir kennara til þess að geta gripið nemendur. Kennarar þurfa fá svigrúm inn í starfinu sínu til þess að viðhalda mannlegu gildunum. Það þarf að vera gott starfsumhverfi, með viðunandi kjörum fyrir kennara. Það þurfa einnig að vera viðunandi starfsaðstæður. Forvarnir snúa líka að viðhaldi húsnæðis, lóða og á búnaði. Hvernig rýmin eru, hvort loft og hljóðvist sé í lagi. Hvort til séu ferlar og reglur sem snúa að öryggi starfsmanna og nemenda, og þeim fylgt eftir. Ef þessar forvarnir eru í lagi þá er hægt að draga úr líkum á vinnutengdum veikindum, slysum og vernda bæði starfsmenn og nemendur. Ekkert af þessu gengur upp nema ráðamenn þjóðarinnar og sveitarfélaga byrja fyrir alvöru að því að vinna að rót vandans með metnaðarfullri framtíðarsýn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og fulltrúi í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar