Geðheilbrigði - spennandi verkefni í burðarliðnum Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 23. október 2024 12:48 Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun