Isavia sækir um leyfi til að færa flugvallargirðingu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2024 12:21 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia. Sigurjón Ólason Isavia undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi innviðaráðherra, frá því í síðasta mánuði. „Við munum senda inn í þessari eða næstu viku umsókn til Samgöngustofu um breytingu á flugvellinum,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, spurð um næstu skref í málinu. Hún segir að það sé síðan hlutverk Samgöngustofu að meta hvort breytingar á flugvellinum séu í samræmi við loftferðalög og reglugerð um flugvelli. Þar vísar hún til EES-reglugerðar um flugvelli númer 139 frá árinu 2014. Séð yfir svæðið umdeilda í Skerjafirði sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg Áttunda grein þeirrar reglugerðar um Verndun flugvallarumhverfis kveður á um að samráð fari fram að því er varðar þau áhrif á öryggi sem byggingar, sem fyrirhugað er að reisa innan marka hindranaflatarins og annarra flata sem tengjast flugvellinum, kunni að hafa. Níunda grein um Vöktun flugvallarumhverfis kveður jafnframt á um að samráð verði tryggt að því er varðar „hvers konar byggingastarfsemi eða breytingu á landnotkun á flugvallarsvæðinu“ sem og „hvers konar byggingastarfsemi, sem getur valdið því að hindranir valdi ókyrrð í lofti, sem getur verið hættuleg starfrækslu loftfara,“ segir í Evrópureglugerðinni um flugvelli. Undirskriftasöfnun er í gangi á Ísland.is þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. Aðspurð segir Sigrún Björk engin ný tilmæli hafa borist frá innviðaráðuneytinu né hafi fyrri tilmæli verið dregin til baka eftir að Svandís hvarf úr ráðherraembætti og Sigurður Ingi tók við málaflokknum á ný. Hér má heyra hvað þau Svandís og Sigurður Ingi sögðu um málið fyrir tveimur vikum: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. 20. október 2024 06:20 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við munum senda inn í þessari eða næstu viku umsókn til Samgöngustofu um breytingu á flugvellinum,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, spurð um næstu skref í málinu. Hún segir að það sé síðan hlutverk Samgöngustofu að meta hvort breytingar á flugvellinum séu í samræmi við loftferðalög og reglugerð um flugvelli. Þar vísar hún til EES-reglugerðar um flugvelli númer 139 frá árinu 2014. Séð yfir svæðið umdeilda í Skerjafirði sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg Áttunda grein þeirrar reglugerðar um Verndun flugvallarumhverfis kveður á um að samráð fari fram að því er varðar þau áhrif á öryggi sem byggingar, sem fyrirhugað er að reisa innan marka hindranaflatarins og annarra flata sem tengjast flugvellinum, kunni að hafa. Níunda grein um Vöktun flugvallarumhverfis kveður jafnframt á um að samráð verði tryggt að því er varðar „hvers konar byggingastarfsemi eða breytingu á landnotkun á flugvallarsvæðinu“ sem og „hvers konar byggingastarfsemi, sem getur valdið því að hindranir valdi ókyrrð í lofti, sem getur verið hættuleg starfrækslu loftfara,“ segir í Evrópureglugerðinni um flugvelli. Undirskriftasöfnun er í gangi á Ísland.is þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. Aðspurð segir Sigrún Björk engin ný tilmæli hafa borist frá innviðaráðuneytinu né hafi fyrri tilmæli verið dregin til baka eftir að Svandís hvarf úr ráðherraembætti og Sigurður Ingi tók við málaflokknum á ný. Hér má heyra hvað þau Svandís og Sigurður Ingi sögðu um málið fyrir tveimur vikum:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. 20. október 2024 06:20 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. 20. október 2024 06:20
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41