Hver er ég? Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 23. október 2024 07:00 Heimspekilegar vangaveltur um okkar eigin tilveru: Hver eða hvað er ég þegar allt kemur til alls? Lífið er frekar skrýtið finnst þér það ekki? Ég meina ef þú staldrar aðeins við og byrjar að hugsa um þína eigin tilveru. Afhverju er ég til? Hver er ég? Hvað er þetta allt saman? Ertu hrædd eða hræddur við að spyrja þig sjálfan þessara spurninga og kafa ofan í þær? Það var mikill meistari á Indlandi sem sagði að við værum þrjár manneskjur: Nr.1 Sá sem þú heldur að þú sért. Nr.2 Sá sem aðrir halda að þú sért. Nr. 3 Sá sem þú raunverulega ert. (Atma - hinn tímalausi raunveruleiki sem aldrei fæðist nè deyr. Þitt raunverulega eilífa ÉG) Hann sagði einnig að til væri þrenns konar líf: Nr.1 Sofandi líf Nr.2 Andlegt líf Nr.3 Vakandi líf Hann lét líka ýmsar setningar fara til lærisveina sinna eins og: „Allsstaðar er miðja alheimsins og í hverju augnabliki er heil eilífð. " Einnig: „Það eina raunverulega við manninn er andinn hjúpað hugsanaforminu (líkaminn) sem þið kallið efni. Allt annað er aðeins persónuleikinn sem eyðist og hættir að vera til.“ Allt í þessum heimi er ímyndað áður en það verður til. Hvort sem það er sófinn sem þú situr í eða húsið sem þú býrð í. Allt er ímyndað áður en það verður að veruleika. Til eru margar kenningar um hvernig allt varð til eins og Big bang Theory sem er jafn heimskuleg eins og hver einasta sköpunarsaga sem búin hefur verið til af trúarbrögðum. Ef þú hugsar bara rökrétt þá getur ALLT ekki komið úr ENGU. Það bara meikar engan „sense“. Yogarnir á Indlandi segja að við séum orsakalaus orsök, eitthvað tímalaust sem byrjaði aldrei og endar aldrei. Og að hver manneskju sé í raun avatar þessa tímalausa sjálfs í mismunandi vitundarástandi. Í mismunandi vökuástandi eins og í eilífum kosmískum draumi sem í raun byrjaði aldrei og mun aldrei enda. Haft er eftir Jesús Kristi í Nýja testamentinu að hann hafi sagt að hann hefði verið til áður en hann fæddist og myndi halda áfram að lifa eftir að efnislíkaminn hætti að virka. Og sagði að allir aðrir væru ekkert öðruvísi en hann ef guðspjöllin eru vel skoðuð. Búddha var mjög áhugaverður karakter. Hann var spurður hvort hann væri engill, kennari, guð og allt milli himins og jarðar og alltaf svaraði hann „Nei.“ Þá var hann spurður „Hvað ertu þá?.“ Og hann svaraði: „Ég er bara vakandi.“ Búddismi er komin af Hindúisma og Búddha kenndi að lífið væri draumur þar sem maður vaknaði á endanum og myndi muna hver maður raunverulega er sem kallað er Nirvana eða uppljómun. Og að hann lifði sama lífinu aftur og aftur sem þessi drauma karakter „Búddha.“ En að í raun þá væri hann dreymandinn tímalausi eins og allt og allir aðrir, fólk bara vissi ekki né pældi í sinni eigin tilvist. Hindúismi kennir það sama, að þeir sem fara inn í vöku lífið sèu holdtekjur ,,Dharma" sem í raun þýðir „það sem er skrifað“ þrátt fyrir ýmsar mismunandi túlkanir á hugtakinu. Að líf þitt var skrifað áður en þú fæddist. Það var svona avatar eins og Búddha og Kristur á síðustu öld í Suður Indlandi í smábæ kallaður Puttaparthi. Þessi avatar (holdtekja guðs eða raunveruleikans) var kallaður Sathya Sai Baba. Hann gerði mörg kraftaverk og sum er hægt að sjá á YouTube. Eins og að framkalla endalausa ösku úr litlu keri en þessi aska er heilög á Indlandi. En hann er sagður hafa gert öll kraftaverk sem Jesús Kristur gerði. Hann kenndi að allt og allir væru Guð. Ef ég hef eftir honum þá sagði hann: Hver ertu? Svar: GUÐ Hvaðan komstu? Svar: Frá Guði Hvert ertu að fara? Svar: Til Guðs Hann reyndi að einfalda hlutina eins og hann gat fyrir almenning. Svipað og við tökum Baba og vísindin saman þá er bara til ein orka sem bindur allt saman í tilverunni samkvæmt vísindamönnum. Þess vegna kenndi Baba og fjölmargir meistarar. Eitt efni Ein orka Ein sameiginleg vitund Eitt: hið eina Einn draumur Einn dreymandi Hver er dreymandinn í þinni sögu? Hver er aðalsöguhetjan? Hann kenndi að við á jörðinni förum í gegnum mismunandi tímabil hér og að núna sé frekar dökkur tími í sögu mannkyns en að stutt sé í ljósið. Allavega þá eru þetta bara pælingar. Leikfimi fyrir hugann. Ég gæti skrifað miklu meira og komið inn á spádóma á Íslandi sem erlendis en þessi grein er orðin nógu löng og vonandi ekki of háfleig. En já lífið er skrýtið. Afhverju ertu til? Erum við eitthvað sem vaknar og sofnar í afstæðum veruleika? Ég veit ekki. Hver og einn verður að finna sitt svar sjálfur. Í Tómasarguðspjalli segir Jesús: „Sjálfur er ég gjörvallur geimurinn sem undan mínum eigin rifjum er runninn og teygir sig jafnframt til mín. Kljúfið viðarbút og èg er þar. Lyftið við steini og þér munuð finna mig þar.“ En skemmtilegar pælingar fyrir hugsandi fólk. Er ég nafnið mitt og sagan mín? Ef ég hugsa:: Líkami minn. Hver er ég? Hugurinn minn. Hver er ég? Innsæi mitt. Hver er ég? Ímyndunaraflið mitt. Hver er ég? Er ég Siggi sem hefur þróast í gegnum lífið með sögu sem hefur upphaf og endi eða eitthvað meira? Er til fortilvera eins og Jesús og allir meistarar kenna? Og við erum bara í „sofandi lífi" eins og er og munum bara ekki eftir hlutunum? Lífið er skrýtið. En allavega, djúpar og skemmtilegar pælingar. Vonandi hafið þið haft gaman við lesturinn. Ég skil við ykkur með eina spurningu: Hver er ég? Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Heimspekilegar vangaveltur um okkar eigin tilveru: Hver eða hvað er ég þegar allt kemur til alls? Lífið er frekar skrýtið finnst þér það ekki? Ég meina ef þú staldrar aðeins við og byrjar að hugsa um þína eigin tilveru. Afhverju er ég til? Hver er ég? Hvað er þetta allt saman? Ertu hrædd eða hræddur við að spyrja þig sjálfan þessara spurninga og kafa ofan í þær? Það var mikill meistari á Indlandi sem sagði að við værum þrjár manneskjur: Nr.1 Sá sem þú heldur að þú sért. Nr.2 Sá sem aðrir halda að þú sért. Nr. 3 Sá sem þú raunverulega ert. (Atma - hinn tímalausi raunveruleiki sem aldrei fæðist nè deyr. Þitt raunverulega eilífa ÉG) Hann sagði einnig að til væri þrenns konar líf: Nr.1 Sofandi líf Nr.2 Andlegt líf Nr.3 Vakandi líf Hann lét líka ýmsar setningar fara til lærisveina sinna eins og: „Allsstaðar er miðja alheimsins og í hverju augnabliki er heil eilífð. " Einnig: „Það eina raunverulega við manninn er andinn hjúpað hugsanaforminu (líkaminn) sem þið kallið efni. Allt annað er aðeins persónuleikinn sem eyðist og hættir að vera til.“ Allt í þessum heimi er ímyndað áður en það verður til. Hvort sem það er sófinn sem þú situr í eða húsið sem þú býrð í. Allt er ímyndað áður en það verður að veruleika. Til eru margar kenningar um hvernig allt varð til eins og Big bang Theory sem er jafn heimskuleg eins og hver einasta sköpunarsaga sem búin hefur verið til af trúarbrögðum. Ef þú hugsar bara rökrétt þá getur ALLT ekki komið úr ENGU. Það bara meikar engan „sense“. Yogarnir á Indlandi segja að við séum orsakalaus orsök, eitthvað tímalaust sem byrjaði aldrei og endar aldrei. Og að hver manneskju sé í raun avatar þessa tímalausa sjálfs í mismunandi vitundarástandi. Í mismunandi vökuástandi eins og í eilífum kosmískum draumi sem í raun byrjaði aldrei og mun aldrei enda. Haft er eftir Jesús Kristi í Nýja testamentinu að hann hafi sagt að hann hefði verið til áður en hann fæddist og myndi halda áfram að lifa eftir að efnislíkaminn hætti að virka. Og sagði að allir aðrir væru ekkert öðruvísi en hann ef guðspjöllin eru vel skoðuð. Búddha var mjög áhugaverður karakter. Hann var spurður hvort hann væri engill, kennari, guð og allt milli himins og jarðar og alltaf svaraði hann „Nei.“ Þá var hann spurður „Hvað ertu þá?.“ Og hann svaraði: „Ég er bara vakandi.“ Búddismi er komin af Hindúisma og Búddha kenndi að lífið væri draumur þar sem maður vaknaði á endanum og myndi muna hver maður raunverulega er sem kallað er Nirvana eða uppljómun. Og að hann lifði sama lífinu aftur og aftur sem þessi drauma karakter „Búddha.“ En að í raun þá væri hann dreymandinn tímalausi eins og allt og allir aðrir, fólk bara vissi ekki né pældi í sinni eigin tilvist. Hindúismi kennir það sama, að þeir sem fara inn í vöku lífið sèu holdtekjur ,,Dharma" sem í raun þýðir „það sem er skrifað“ þrátt fyrir ýmsar mismunandi túlkanir á hugtakinu. Að líf þitt var skrifað áður en þú fæddist. Það var svona avatar eins og Búddha og Kristur á síðustu öld í Suður Indlandi í smábæ kallaður Puttaparthi. Þessi avatar (holdtekja guðs eða raunveruleikans) var kallaður Sathya Sai Baba. Hann gerði mörg kraftaverk og sum er hægt að sjá á YouTube. Eins og að framkalla endalausa ösku úr litlu keri en þessi aska er heilög á Indlandi. En hann er sagður hafa gert öll kraftaverk sem Jesús Kristur gerði. Hann kenndi að allt og allir væru Guð. Ef ég hef eftir honum þá sagði hann: Hver ertu? Svar: GUÐ Hvaðan komstu? Svar: Frá Guði Hvert ertu að fara? Svar: Til Guðs Hann reyndi að einfalda hlutina eins og hann gat fyrir almenning. Svipað og við tökum Baba og vísindin saman þá er bara til ein orka sem bindur allt saman í tilverunni samkvæmt vísindamönnum. Þess vegna kenndi Baba og fjölmargir meistarar. Eitt efni Ein orka Ein sameiginleg vitund Eitt: hið eina Einn draumur Einn dreymandi Hver er dreymandinn í þinni sögu? Hver er aðalsöguhetjan? Hann kenndi að við á jörðinni förum í gegnum mismunandi tímabil hér og að núna sé frekar dökkur tími í sögu mannkyns en að stutt sé í ljósið. Allavega þá eru þetta bara pælingar. Leikfimi fyrir hugann. Ég gæti skrifað miklu meira og komið inn á spádóma á Íslandi sem erlendis en þessi grein er orðin nógu löng og vonandi ekki of háfleig. En já lífið er skrýtið. Afhverju ertu til? Erum við eitthvað sem vaknar og sofnar í afstæðum veruleika? Ég veit ekki. Hver og einn verður að finna sitt svar sjálfur. Í Tómasarguðspjalli segir Jesús: „Sjálfur er ég gjörvallur geimurinn sem undan mínum eigin rifjum er runninn og teygir sig jafnframt til mín. Kljúfið viðarbút og èg er þar. Lyftið við steini og þér munuð finna mig þar.“ En skemmtilegar pælingar fyrir hugsandi fólk. Er ég nafnið mitt og sagan mín? Ef ég hugsa:: Líkami minn. Hver er ég? Hugurinn minn. Hver er ég? Innsæi mitt. Hver er ég? Ímyndunaraflið mitt. Hver er ég? Er ég Siggi sem hefur þróast í gegnum lífið með sögu sem hefur upphaf og endi eða eitthvað meira? Er til fortilvera eins og Jesús og allir meistarar kenna? Og við erum bara í „sofandi lífi" eins og er og munum bara ekki eftir hlutunum? Lífið er skrýtið. En allavega, djúpar og skemmtilegar pælingar. Vonandi hafið þið haft gaman við lesturinn. Ég skil við ykkur með eina spurningu: Hver er ég? Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar