Sjáðu mörkin: Sjálfsmark fyrir Arsenal, þrenna Vinicius og mark beint úr horni Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 07:13 Vinicius Junior reif sig úr að ofan eftir stórkostlegt mark gegn Dortmund í gær. Getty/Jean Catuffe Vinicius Junior var einn helsti senuþjófur gærkvöldsins þegar átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Mörkin úr öllum leikjunum má nú sjá á Vísi. Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira