Veiðigjaldið dugar ekki fyrir Hafró, Fiskistofu og Landhelgisgæslunni Hildur Þórðardóttir skrifar 23. október 2024 08:01 Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun